Úrval - 01.01.1979, Qupperneq 87

Úrval - 01.01.1979, Qupperneq 87
HUNDURINN GÓÐI 85 Jógi var þriðji hundurinn, sem deildin fékk. Hann var grannvaxinn, breiðhausaður og skæreygður, og hafði áður hlotið nokkra þjálfun sem byssu- hundur. Hann var líka kátur, leik- mikill og gat helst aldrei kyrr verið. Þegar Jógi hafði verið mánuð í lögreglunni, var hann fenginn nýjum umsjónarmanni í hendur, Douglas Shearn, sem frá árinu 1957 hafði stjórnað og þjálfað hunda í venjulegum eftirlitsstörfum lögregl- unnar. Það var fallegur vordagur, þegar þeir Jógi og Shearn hittust í fyrsta sinn í hundaþjálfunarstöðinni í Keston. Jógi dinglaði skottinu þegar í stað af mesta ákafa, en Shearn svaraði með því að klappa honum duglega, og þar með var vinátta þeirra innsigluð. Til þess að hundur dugi til lögreglustarfa þarf hann að geta hlýtt skipunum og fellt hæfíleika sinn til að snuðra að þessum skipunum. I Bretlandi er reyndin sú, að aðeins einn af hverjum þrjátíu hundum, sem byrjað er að þjálfa, dugar. Þeir, sem duga, verða að vera kjarkgóðir án þess að vera árásargjarnir, tortryggnir en ekki taugaóstyrkir, rólegir en ekki sljóir, námfúsir og lífsglaðir. Þeir verða líka að treysta stjórnanda sínum í blindni. Jógi og Shearn bættu hvor annan upp: Shearn þolinmóður og skilningsríkur, Jógi ákafúr, skyn- samur og áfram um að vera húsbónda sínum til geðs. Hundar eru minngur, en geta ekki haldið sig við efnið lengi í einu. Þeir sem þjálfa þá verða þess vegna að hafa hverja „kennslustund” mjög stutta, en endurtaka kennsluna hvað eftir annað. Þeir verða að byggja á örfun, viðbrögðum og styrkingu. Fyrirskipunin er örvun. Það sem hundurinn gerir er viðbragðið. Styrkingin er fólgin í því að verðlauna hundinn fyrir rétt viðbrögð — með því að klappa honum eða klóra bak við eyrun, svo dæmi sé tekið. Smám saman renna þessi þrjú stig saman, þar til örvunin leiðir hin tvö af sér ósjálfrátt. Fyrsta þjálfunardaginn var Jógi látinn snasa af hlutum sem önguðu af maríjúana. Seinna, þegar hann hafði upgötvað að Shearn kjassaði hann í hvert sinn, sem hann fann eitthvað með þessari lykt, var farið að fela hlutina þar sem erfiðara var að fínna þá. Eftir þrjá mánuði gat Jógi fundið hvert snifsi af þessum efnum, hvort sem þau voru grafín í jörðu, falin í lokaðri niðursuðudós eða jafnvel í dósí vatni. Nú var mál til komið að Shearn og Jógi færu að spreyta sig. Lögreglan hafði grun um, að ákveðin búla í Soho — miðstöð klámbúða, nektar- klúbba, hóruhúsa og ómerkilegra spilahúsa í London — væri birgðastöð fíkniefnaviðskipta, en hafði aldrei getað fundið þar óleyfilegan varning. Nú var ákveðið að gera þar ærlega rannsókn, og tiltekið kvöld þustu þeir félagar út úr lögreglubíl inn í dauf- lýsta búluna, sem þefjaði af reykelsis- eim. Eitt atriði í þjálfun Jóga hafði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.