Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 15
HIMNESKAR SÝNIR SANKTl TERESU
13
hennar og seinna tekinn í dýrlinga-
tölu.
En á meðan fylgjendum Teresu
fjölgaði stöðugt byrjuðu yfirboðarar
hennarí eldri reglunni að óttast, eins
og einn þeirra komst að orði, ,,að
siðbótarmenn myndu einnig reyna að
siðbæta þá.” Teresa var því fordæmd
opinberlega fyrir „óhlýðni” og henni
skipað að hætta að stofna klaustur.
Að lokum fór það svo að konugur-
inn sjálfur, Filippus II, lýsti velvilja
sínum í garð siðbótarmanna, og hið
geysimikla vald hans var það sem
hafði úrslitaáhrif. Sérstakt hérað fyrir
„Berfættu Karmelítana” var stofnað
á Spáni, og seinna voru þessar reglur
aðskildar út um allan heim og þar
með var sigur Teresu endanlega
innsiglaður. Síðan það var hefur eldri
reglan — nú sú minni — tekið upp
margar venjur siðbótarinnar og lifir
nú í friði og samræmi við hlið hinnar
„Berfættu” frænku sinnar.
A síðustu árum ævi sinnar varð
Teresa að lifandi goðsögn. Hvar sem
hún fór hópaðist fólk í kringum
hana, margir í þeirri von að sjá hana
gera kraftaverk. En léleg heilsa
hennar stóðst ekki geysilega vinnu-
hörku hennar. í apríl 1582 vígði hún
17. — og síðasta nunnusamfélag sitt,
í Burgos, sárþjáð en kátari en nokkru
sinni fyrr. Á ferðalagi þetta haust
fékk hún innri blæðingar og varð
eftir það rúmliggjandi.
4. október sagði hún sín síðustu
orð: ,,Guð minn, nú er sá tími
kominn, þegar við fáum að sjást.”
Hér á jörðunni skildi hún eftir sig
handa öllu mannkyninu það sem Páll
páfí VI kailaði ,,Dýrð hinnar kristnu
visku hennar”. ★
Nú á dögum, þegar hjónaskilnaðir eru svona ríðir og fólk virðist ekki
taka þessa hluti eins alvarlega og áður, hlýnaði mér um hjarta-
ræturnar er ég varð vitni að deilu hjóna sem voru búin að vera gift í
50 ár.
Til þess að breyta um umræðuefni sagði maðurinn: ,,Hvað á ég að
gefa þér í afmælisgjöf? ’ ’
„Skilnað,” hreytti hún út úr sér.
„Heldurðu það?” svaraði hann rólega. ,,Ég ætlaði nú ekki að eyða
svo miklu.”
—J. M.