Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 58
56
,,Er þetta blandað hjónaband,
faðir?”
,,Það var meinið,” sagði faðir
Duddleswell, ,,og brúðguminn snýst
ekki til kaþólsku eftirþetta.”
Við tróðum okkur inn í símaklefa
til að hringja í umburðarlyndu ráðs-
konuna okkar, hana frú Prig. ,,Hvers
vegna ertu ekki kominn, faðir?”
spurði hún. „Ungu hjónaleysin eru
búin að bíða í heila klukkustund.”
,,Segðu þeim að ég verði kominn
eftir tuttugu mínútur,” þrumaði
faðir Duddleswell. ,,Að því gefnu að
Guð sé góður og gegn Iri. ”
Ég var þegar sestur inn í bílinn
þegar faðir Duddleswell tók eftir því
að einhverjir skemmdarvargar höfðu
rist sundur hjólbarðann að framan,
gangstéttarmegin. Allir fjórir hjól-
barðarnir á næsta bíl fyrir aftan voru
líka í strimlum.
Meðan við vorum að bisa við hjólið
missti faðir Duddleswell jafnvægið og
féll aftur fyrir sig með hjólbarðann
ofan á sér. Eftir að ég hafði hjálpað
honum á fætur ætlaði hann að ná í
varahjólbarðann og kom að honum
vindlausum.
,,Á ég að ná í pumpuna þína,
faðir?”
,,Ef þú vildir vera svo vænn.”
,,Hvar erhún?”
Hann stappaði niður fæti.
„Drottinn minn, sæll og góður, hún
er 20 km 1 burtu, í bílskúrnum
heima. Heyrðu góði, ég fæ lánaða
pumpu. Þú hringir í frú Prig og segir
henni að Guð sé Englendingur þegar
ÚRVAL
allt kemur til alls og að við munum
tefjast enn um hríð.”
Meðan á þessu stóð hlýtur
ökumaður bílsins fyrir aftan að hafa
sett hann í gang og ekið nokkra metra
áður en honum varð Ijóst að hjólbarð-
arnir voru sundurristir. Stðan hafði
hann yfirgefið bílinn og lokaði þar
með leið okkar. ,,Ég hef lagt bílnum
mínum á meðal aula,” andvarpaði
faðir Duddleswell. Hann rak hnefann
í hurðina á bílnum sem hefti för
okkar og marði á sér hnúana.
Enn einu sinni hringdum við til
prestsetursins og spurðum eftir Daley
lækni sem hafði sest inn á skrifstofu
föður Duddleswell og fengið sér 1
gks.
,,Donald,” sagði faðir Duddlesweli,
,, hvenær á veislan að byrj a? ”
„Fyrirhálftíma.”
,,Það er líka satt.” Faðir Duddles-
well blístraði. ,,Hún átti að vera í
Tipton-salnum klukkan fjögur.
Láttu strax byrja á veislunni til að
sparatíma.”
„Brúðkaup í öfugri röð! Ljómandi
hugmynd, Karl. Ég skála fyrir
henni.” Og það gerði hann.
„Charles, eitt enn, móðir brúð-
gumans er eins og þrumuský og
eldingarnar ganga í allar áttir. Gættu
þess að vera vel jarðtengdur þegar þú
kemur.”
Klukkan var að ganga sex þegar
við komum og veislan í fullum gangi.
Faðir Duddleswell greip í handlegg
minn. „Tvennt er mér í vil, drengur
minn. Ég er sjálfur löggiltur vígslu-