Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 101
99
Hvers virði voru gull og grænir skógar ef manneskjan sjálf
var einskis verð?
— BARNASAGA —
HENDURNAR
SEM VORU GULLS ÍGILDI
— Teikningar eftir Olgu Sólofjóvu -
* *
* * E * *
* *
INU sinni í fyrndinni bjó
gamall hirðir á stepp-
unni. Hann átti fagra
dóttur. Þegar hún gekk
um steppuna bliknuðu
stjörnurnar á himninum og lækirnir
hljóðnuðu vegna þess að augu hennar
voru skærari heldur en stjörnurnar og
rödd hennar mýkri en niður lækjar-
ins. Mærin hét Meftuk. Faðirinn
elskaði dóttur sína mjög og uppfyllti
hverja hennar ósk.
„Hverjum langar þig til að giftast,
mín fagra?” spurði hann einu sinni.
,,Faðir, ég vil aðeins giftast þeim
manni, sem er í senn bæði ríkastur og
fátækastur í heiminum,” svaraði
Meftuk.
Gamli maðurinn hugleiddi svarið
og hristi síðan höfuðið.
,,Það er ærið verkefni, sem þú
hefur sett mér. Hvar á ég að finna
þannig eiginmann handa þér?”
,,Þú þarft ekki að fara að leita,”
svaraði stúlkan. „Tilkynntu það bara
og þá munu biðlarnir koma af sjálfs-
dáðum.”
Faðirinn tilkynnti því, að hann
myndi gefa þeim manni hönd dóttur
sinnar, Meftuk hinnar fögru, er gæti
sannað, að hann væri í senn ríkasti
og fátækasti maður í heimi. Og hann
— Ævintýrl frá Baskjiríu —