Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 47
ÞÚ ÁTTAD BERJAST FYRIR LÍFINU
45
Þegar litið er til baka er Neil ekki
viss um hvers vegna hann brást við á
þann hátt sem raunin varð, en á
meðan hann sat á rannsóknarborðinu
ákvað hann að það yrði að gera
eitthvað áður en hann samþykkti að
leggjast undir hnífinn. Hann spurðist
fyrir um rannsóknarstofur og
röntgengeislun til að greina sjúk-
dóminn.
,,Ef þú vilt prófun eða geisla,”
sagði læknirinn föðurlega, „skal ég
koma því í kring. En þú þarft samt að
gangast undir vefjasýnisrannsókn. ’ ’
En væri ekki rétt að fá álit fleiri
kunnáttumanna?
,,Það er þitt mál,” svaraði læknir-
inn.
Neil hafði þá tilfinningu að orð
læknisins þýddu að hann skyldi gera
eins og honum var sagt eða hann gæti
átt sig. Þegar hann yfirgaf læknastof-
una var hann í uppnámi.
Það sem honum reið mest á þá
stundina var að koma tilfinningunum
í lag og hugsa ráð út úr vandanum. I
starfí hans sem sálfræðingur eru verk-
efnin venjulega fólk í lélegu jafn-
vægi, svo hann hafði mikla trú á
hugleiðslu og hreyfingu til að fá
líkamann til að slaka á og hreinsa
hugann áður en mikiivægar ákvarð-
anir eru teknar. Þetta kvöld iðkaði
hann hugleiðslu og gerði sér skýra
grein fyrir hlutunum. Það var hans
líkami sem um var að ræða, hann
hafði ekki lyfjaþekkingu eða aðra
kunnáttu til að leysa verkefnið; en
hann var ábyrgur fyrir eigin lífi og
það var hans að ákveða hvenær, hvar,
hvernig og hversvegna.
Á næstu dögum hafði hann
samband við tvo aðra þvagfæra-
fræðinga. Niðurstöður þeirra urðu
samhljóða hinum fyrri. Auk þess fór
hann í allsherjarrannsókn sem leiddi í
ljós 2.5 sm blett í neðanverðu vinstra
lunganu, sem studdi þá hugmynd
læknanna að meinið í eistanu væri
illkynjað og hefði valdið meinvörpum
í lunganu.
Eg ákvað að fara í sýnisrannsókn,
en þó ekki án vissra uþþlýsinga. Eg
vildi fá að vita hvaða möguleikar væru
á lœkningu ef niðurstaðan yrði sú að
ég vœri með krabbamein. Það að vita
hvað í vændum er er ein aðferð til að
haldajafnv æginu.
Þó einhverjum finnist afstaða Neils
þvermóðskufull segja margir
krabbameinsfræðingar að þessi
afstaða sé góðs viti. ,,I rauninni getur
læknir aðeins veitt læknismeðferð,”
segir dr. Paul K. Hamilton jr. fyrr-
verandi forstöðumaður á
krabbameinsrannsóknarstöð í
Denver. „Styrkurinn til að fást við
sjúkdóm býr hið innra með manni;
verkefni lækna og hjúkrunarliðs er að
hjálpa sjúklingnum að uppgötva og
nota þennan styrk. ’ ’
Er mögulegt að þannig viðhorf
auki líkur á lækningu? Dr.
Hamilton segir:
„Það hefur ekki verið vísindalega
sannað, en reynsla mfn er sú að sá
sjúklingur sem viðurkennir að hann
beri ábyrgð á lækningu og heilsu