Úrval - 01.03.1981, Side 47

Úrval - 01.03.1981, Side 47
ÞÚ ÁTTAD BERJAST FYRIR LÍFINU 45 Þegar litið er til baka er Neil ekki viss um hvers vegna hann brást við á þann hátt sem raunin varð, en á meðan hann sat á rannsóknarborðinu ákvað hann að það yrði að gera eitthvað áður en hann samþykkti að leggjast undir hnífinn. Hann spurðist fyrir um rannsóknarstofur og röntgengeislun til að greina sjúk- dóminn. ,,Ef þú vilt prófun eða geisla,” sagði læknirinn föðurlega, „skal ég koma því í kring. En þú þarft samt að gangast undir vefjasýnisrannsókn. ’ ’ En væri ekki rétt að fá álit fleiri kunnáttumanna? ,,Það er þitt mál,” svaraði læknir- inn. Neil hafði þá tilfinningu að orð læknisins þýddu að hann skyldi gera eins og honum var sagt eða hann gæti átt sig. Þegar hann yfirgaf læknastof- una var hann í uppnámi. Það sem honum reið mest á þá stundina var að koma tilfinningunum í lag og hugsa ráð út úr vandanum. I starfí hans sem sálfræðingur eru verk- efnin venjulega fólk í lélegu jafn- vægi, svo hann hafði mikla trú á hugleiðslu og hreyfingu til að fá líkamann til að slaka á og hreinsa hugann áður en mikiivægar ákvarð- anir eru teknar. Þetta kvöld iðkaði hann hugleiðslu og gerði sér skýra grein fyrir hlutunum. Það var hans líkami sem um var að ræða, hann hafði ekki lyfjaþekkingu eða aðra kunnáttu til að leysa verkefnið; en hann var ábyrgur fyrir eigin lífi og það var hans að ákveða hvenær, hvar, hvernig og hversvegna. Á næstu dögum hafði hann samband við tvo aðra þvagfæra- fræðinga. Niðurstöður þeirra urðu samhljóða hinum fyrri. Auk þess fór hann í allsherjarrannsókn sem leiddi í ljós 2.5 sm blett í neðanverðu vinstra lunganu, sem studdi þá hugmynd læknanna að meinið í eistanu væri illkynjað og hefði valdið meinvörpum í lunganu. Eg ákvað að fara í sýnisrannsókn, en þó ekki án vissra uþþlýsinga. Eg vildi fá að vita hvaða möguleikar væru á lœkningu ef niðurstaðan yrði sú að ég vœri með krabbamein. Það að vita hvað í vændum er er ein aðferð til að haldajafnv æginu. Þó einhverjum finnist afstaða Neils þvermóðskufull segja margir krabbameinsfræðingar að þessi afstaða sé góðs viti. ,,I rauninni getur læknir aðeins veitt læknismeðferð,” segir dr. Paul K. Hamilton jr. fyrr- verandi forstöðumaður á krabbameinsrannsóknarstöð í Denver. „Styrkurinn til að fást við sjúkdóm býr hið innra með manni; verkefni lækna og hjúkrunarliðs er að hjálpa sjúklingnum að uppgötva og nota þennan styrk. ’ ’ Er mögulegt að þannig viðhorf auki líkur á lækningu? Dr. Hamilton segir: „Það hefur ekki verið vísindalega sannað, en reynsla mfn er sú að sá sjúklingur sem viðurkennir að hann beri ábyrgð á lækningu og heilsu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.