Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 123

Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 123
UNGFRÚ FRASER OG LÖGREGLAN 121 Fraser ef ske kynni að ég lenti á henni næst. Og það stóðst. Það var um það bil mánuði seinna. ,,Hann er ennþá að,” sagði hún. ,,Nú setti hann þvottaefni á steikar- pönnuna.” ,,Eg kem,” lofaði ég. Hún bauð mér aftur í kaffi og nú hafði hún kökur með. Ég sagði henni að ég hefði afgreitt Jackson í eitt skipti fyrir öll. ,,Hvað hefurðu gert við hann?” Augun voru stór af eftirvæntingu. ,,Ég hef komið því í kring að hann verður fluttur úr landi. Hann fer til Ástralíu. Öll plögg þar að lútandi ganga í gildi á föstudaginn. Hann veldur þér aldrei framar óþægind- um.” Hún þagði langa hríð. Svo brosti hún og sagði stirðlega: ,,Þakka þér fyrir.” í nokkrar vikur gerði ungfrú Frasér ekki vart við sig. Þá var það að einn fulltrúanna á stöðinni kallaði mig inn til sín og veifaði framan í mig bréfí. , ,Hvað hefurðu verið að gera, Rhea? „Ekkert.” Ég var ekki með á nótunum. ,,Þetta bréf er frá aðalstöðvunum. Það er varðandi kvartanir ungfrú Fraser og er hingað komið úr höndum lögreglustjórans. Þeir vita ekki hvað þeir eiga að halda þar, Rhea. ,,Ég gerði ekkert rangt.” Ég vissi ekki enn hver var ástæðan fyrir kvörtunum hennar. ,,Veistu hvaða reglur gilda fyrir innflytjendur til Ástralíu? Ef þú ert á sakaskrá færðu ekki leyfi.’’ Hann brosti og sagði: ,,Það lítur út fyrir að þú hafír komið í kring innflutningsleyfi fyrir mjög hættu- legan glæpamann, Jackson að nafni. Ungfrú Fraser sendir inn fyrirspurn. Hún vill að aðalstöðvarnar rannsaki hvernig innflutningur þessa þorpara getur átt sér stað. Hvernig komst hann í gegnum útlendingaeftirlitið? Hvers vegna vill Ástralía taka við honum? Aðalskrifstofan vill fá skýringar héðan um þetta. ,,Það var svoleiðis ...” byrjaði ég að útskýra. ,,Ég þarf ekki að vita það, ungi maður! Skrifaðu bara skýrslu um það. Ég er viss um að aðalskrifstofan hefur gaman af að heyra hvernig þú hefur afgreitt mann sem stráir uppþvotta- efni á steikarpönnu og felur hluti. En svo að málið fari ekki léngra held ég að þú ættir að sjá til þess að Jackson þessi fari ekki neitt.” ,,Já, herra.” ,,Þú ert ekki laus við hann, Rhea. Þú finnur einhverja aðra leið, heldurðu það ekki? ’ ’ ,,Jú, herra,” og með það fór ég til að útbúa skýrsluna. ★
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.