Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 123
UNGFRÚ FRASER OG LÖGREGLAN
121
Fraser ef ske kynni að ég lenti á henni
næst. Og það stóðst. Það var um það
bil mánuði seinna.
,,Hann er ennþá að,” sagði hún.
,,Nú setti hann þvottaefni á steikar-
pönnuna.”
,,Eg kem,” lofaði ég.
Hún bauð mér aftur í kaffi og nú
hafði hún kökur með.
Ég sagði henni að ég hefði afgreitt
Jackson í eitt skipti fyrir öll.
,,Hvað hefurðu gert við hann?”
Augun voru stór af eftirvæntingu.
,,Ég hef komið því í kring að hann
verður fluttur úr landi. Hann fer til
Ástralíu. Öll plögg þar að lútandi
ganga í gildi á föstudaginn. Hann
veldur þér aldrei framar óþægind-
um.” Hún þagði langa hríð. Svo
brosti hún og sagði stirðlega: ,,Þakka
þér fyrir.”
í nokkrar vikur gerði ungfrú Frasér
ekki vart við sig. Þá var það að einn
fulltrúanna á stöðinni kallaði mig inn
til sín og veifaði framan í mig bréfí.
, ,Hvað hefurðu verið að gera, Rhea?
„Ekkert.” Ég var ekki með á
nótunum.
,,Þetta bréf er frá aðalstöðvunum.
Það er varðandi kvartanir ungfrú
Fraser og er hingað komið úr höndum
lögreglustjórans. Þeir vita ekki hvað
þeir eiga að halda þar, Rhea.
,,Ég gerði ekkert rangt.” Ég vissi
ekki enn hver var ástæðan fyrir
kvörtunum hennar.
,,Veistu hvaða reglur gilda fyrir
innflytjendur til Ástralíu? Ef þú ert á
sakaskrá færðu ekki leyfi.’’
Hann brosti og sagði: ,,Það lítur út
fyrir að þú hafír komið í kring
innflutningsleyfi fyrir mjög hættu-
legan glæpamann, Jackson að nafni.
Ungfrú Fraser sendir inn fyrirspurn.
Hún vill að aðalstöðvarnar rannsaki
hvernig innflutningur þessa þorpara
getur átt sér stað. Hvernig komst
hann í gegnum útlendingaeftirlitið?
Hvers vegna vill Ástralía taka við
honum? Aðalskrifstofan vill fá
skýringar héðan um þetta.
,,Það var svoleiðis ...” byrjaði ég
að útskýra.
,,Ég þarf ekki að vita það, ungi
maður! Skrifaðu bara skýrslu um það.
Ég er viss um að aðalskrifstofan hefur
gaman af að heyra hvernig þú hefur
afgreitt mann sem stráir uppþvotta-
efni á steikarpönnu og felur hluti. En
svo að málið fari ekki léngra held ég
að þú ættir að sjá til þess að Jackson
þessi fari ekki neitt.”
,,Já, herra.”
,,Þú ert ekki laus við hann, Rhea.
Þú finnur einhverja aðra leið,
heldurðu það ekki? ’ ’
,,Jú, herra,” og með það fór ég til
að útbúa skýrsluna. ★