Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 74
72
ÚRVAL
þvegnu herskálunum þremur sem
þekktir eru undir nafninu Eftirlits-
Charlie. Við héldum sem leið lá frá
ameríska hlutanum inn i hroll-
vekjandi heim þar sem götunafnið
hélt áfram að vera hið sama en allt
annað breyttist snögglega.
Við vorum nú komin í austur-
þýsku eftirlitsstöðina, 80 metra
breiða ræmu af einskismannslandi,
alsetta gildrum og völundarhúsi í líki
brjósthárrar steingirðingar. Volkspolizei
(Alþýðulögreglan) tók á móti okkur
klædd grænum einkennisbúningum
vopnuð hlöðnum vélbyssum. Við
vissum að byssurnar voru hlaðnar;
síðan Múrinn var reistur 1961 hafa að
minnsta kosti 70 Austur-Þjóðverjar
verið skotnir þegar þeir reyndu að
flýja vestur yfir.
Vegabréf okkar voru borin saman
við listann yfir „óvini” Austur-
Þýskalands. Við greiddum 5 dollara
fyrir tvær vegabréfsáritanir, sem voru
í gildi til miðnættis, 5 dollaraí vega-
toll, og urðum síðan að skipta 6.5
dollurum fyrir austurþýska peninga,
sem við áttum að eyða á meðan við
værum í Austur-Þýskalandi, eða að
öðrum kosti að skila við brottför. Að
lokum leitaði fýlulegt ungmenni 1 bíl
okkar að bókum, tlmaritum og dag-
blöðum. Margt afþvl sem prentað er
á Vesturlöndum er dæmt sem áróður
í Austur-Þýskalandi og þar með
bannað (peningaseðlar eru undan-
tekning). Fjörutíu mínútum eftir að
við komum að eftirlitsstöðinni var
okkur frjálst að aka áfram.
Berlínarmúrinn hefur klofið Berlín
í tvo hluta í 20 ár, en saga hennar sem
borgarheildar er 7 alda gömul. Öðru
hverju hefur borgin ratað 1 miklar
raunir en aldrei meiri en í seinni
heimsstyrjöldinni. Eftir stríðið tóku
þeir sem lifðu það af — konur, börn
og gamalmenni — sér skóflur í hönd
til þess að hreinsa burt 100 milljónir
rúmmetra afhrundu grjóti.
Jafnvel þegar endurbyggingu
borgarinnar var lokið var svæðið
umhverfis Parísartorgið — áður talið
til gersema Austur-Berlínar —
skilið eftir autt. Hér höfðu staðið þær
byggingar sem fegurstar voru fyrir
stríð — Ríkisráðshúsið, Adlon
hótelið, franska og bandaríska sendi-
ráðið. Nú er Parísartorgið utan
markanna og Brandenborgarhliðið,
þessi stórkostlegi sigurbogi, kross-
götur svo mikilla atburða í þýskri
sögu, er nú lokað. Það er eins og
kommúnistarnir hafi fundið sig
neydda til þess að færa borgarhluta
sinn eins langt frá vesturhlutanum og
mögulegt var.
I júní 1953 urðu íbúar Austur-
Berlínar fyrstir allra milljónanna sem
þá voru á sovésku yflrráðasvæði til
þess að rísa gegn þessum húsbónda.
Þeir börðust hetjulegum en vonlaus-
um bardaga, vopnaðir múrsteinum
og berum höndum, gegn
skriðdrekum Rauða hersins. Innan
örfárra ára varð það sem nefnt hefur
verið „þjóðaratkvæðagreiðsla fót-
anna” að staðreynd: tvær milljónir
Austur-Þjóðverja flúðu vestur yfir.