Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 53
MAÐURINN SEM VAR HRIFINN AF DICKENS
51
Last hresstist en mjög hægt. h'yrstu
dagana var hann með óráði; svo
lækkaði sótthitinn og hann hafði
meðvitund jafnvel þegar honum leið
sem verst. Todd gaf honum reglu-
lega skammt af lyfjum sem gerð voru
úr grösum.
,,Það eru lyf við öllu hérna í
skóginum,” sagði hann við Last.
„Móðir mín var indíáni og hún
kenndi mér margt. ’ ’
,,En þú ert enskur?”
„Faðir minn var það, frá
Barbadian. Hann kom sem trúboði
til Gíneu. Það eru tuttugu ár síðan
hann dó. Hann var menntaður mað-
ur. Ertu læs?”
„Auðvitað.”
,,Það eru ekki allir svo heppnir. Ég
er það ekki.”
Last hló afsakandi: ,,Ég býst ekki
við að þú hafír mörg tækifæri til þess
hérna.”
,,Ö, ég á heilmargar bækur. Ég
sýni þér þær bráðum. Þar til fyrir
fímm árum var hérna maður, hann
var vel menntaður. Hann var vanur
að lesa daglega fyrir mig. Þú lest fyrir
mig þegar þú nærð þér betur.
,,Ég skal geraþað með ánægju.”
,,Já, þú skalt lesa fyrir mig,”
endurtók Todd.
Dagarnir liðu, hver öðrum líkir. I