Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 106

Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 106
104 ÚRVAL sagði hann: ,,Ég var eingöngu sendur hingað til jarðarinnar til þess að semja tónlist.” Honum vom tónsmíðar það sama og andardrátturinn er öðrum. Þó að hann yrði aðeins 31 árs skildi hann eftir sig meira en 1.000 tónverk — söngva, sinfóníur, óperur, strengja- kvartetta, og píanósónötur. Sköpunargáfa hans var stórkostleg. Eitt sinn bað ung kona hann að semja tónverk til heiðurs sameiginlegum vini þeirra sem átti afmæli; Schubert hugsaði sig um í nokkrar mínútur og sagði síðan: ,,Nú hef ég það,” — svo settist hann niður og skrifaði út nótur fyrir kórverk fyrir messó-sópran og fjórar karlraddir. Það tók Schubert aðeins einn mánuð að semja síðasta og þýðingar- mesta tónverk sitt, 9. sinfóníuna í C dúr, sem var kölluð ,,hin mikla”. (Til samanburðar má geta þess að Beethoven var sjö ár að vinna loka- sinfóníu sína.) Þótt furðulegt megi teljast skrifaði Schubert á aðeins einu ári, árinu sem hann var 18 ára, tvær sinfóníur, fjórar óperur, ýmiss konar kammer- og og kórverk og næstum 130 söngva — og með þessum miklu afköstum gerði Schubert ár þetta að frjósamasta ári nokkurs tónskálds sem vitað erum. Hugmyndir að tónsmíðum komu svo oft upp í huga hans að nóttu til að hann hafði ávallt penna og nótnablað á náttborðinu og svaf með lesgler- augun á nefinu. Vitað var að hann iauk tíðum við að semja átta söngva frá kl. 6 að morgni fram að hádegi, og það var honum algjörlega eðlilegt að vinna að einu eða tveimur meiri- háttar tónverkum á sama degi — hann gat til dæmis hafíð samningu á óperu eða messuverki um leið og hann hafði lokið við að skrifa út strengjakvartett. Slík ógnarframleiðsla bendir oft til vafasamra gæða, en í tilfelli Schuberts var reyndin allt önnur: furðulega mikill hluti tónverka Schuberts heyrir til tónlistarlegra gersema þessa heims. Fjöldi áheyrenda sem ávallt þyrptist á Schubert-tónleika er glögg ábending um það að ástríðuþrungið aðdráttar- afl tónlistar hans er jafnsterkt í dag og það var fyrir 150 árum. Frumlegt náttúrubarn Leiftrandi Silungakvintettinn, angurblíð 8. sinfónían (ófullgerða), og hin frjósama 9- sinfónía — öll þessi verk bera vitni þess að skapari þeirra réð yfir endalausum ljóð- rænum innblæstri. Hinir hrífandi söngvar eins og Serenade, Ave Maria og Alfakóngurinn eru raulaðir og sungnir alls staðar. Schubert gegndi veigamiklu hlut- verki sem hlekkurinn á milli klassísku og rómanrísku stefnunnar. Hann var í rauninni skapari þýska nútíma- ljóðsins (Lied), eða listræns söngs og honum tókst að gera sinfóníuna innilega og tilfinningalega ferska, samtímis því að hún var göfúg og alvarleg. „Hann innleiddi sönginn í sinfóníuna’ ’, sagði tónskáldið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.