Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 86
84
ÚRVAL
TÖTRALIÐ
eftirJohn Steinbeck
Inngangur:
Á árum heimsstyrjaldarinnar síðari
þjónaði ritsnillingurinn John Stein-
beck sem stríðsfréttaritari fyrir New
York Tribune og fleiri blöð, og t
krafti fiess var hann með herliði
bandamanna íEnglandt, íAfríku
og á Italíu.
Þegar hálfur annar áratugur var
liðinn frá lokum heimsstyrjald-
arinnar voru frásagnir Steinbecks af
stríðinu gefnar út í bók. I fyrstu,
segir höfundurinn íformála, var
hugmyndin sú að endurskrifa fiœr
og gera þœr fyllri, nota rétt staða-
nöfn og staðhœtti í stað þess sem
ritskoðunin hafði numið burtu eða
breytt, og gera frásögnina samfelld-
ari, ,,lagfœra illa skrifaðar setmngar
og málsgreinar og fjarlægja endur-
tekningar. En mér virðist að einmitt
fiessir hnökrar sýni fiann firýsting
sem að baki pistlanna lá. " Það varð
fiví úr að birta pistlana óbreytta,
eins og fieir komu fyrst á prent.
I formála bókarinnar, Once
There Was a War, gefur Steinbeck
nokkra lýsingu á starfsaðstöðu og
starfsháttum stríðsfréttaritaranna.
Þessir menn báru einkennisbúninga
eins og hermenn og fóru með fieim
til hernaðar en börðust ekki. Þeirra
hlutverk var öðrum firæði að efla
baráttuviljann og halda uppi einhug
fijóðarinnar heima. Það fiýddi að
stundum var fréttum sleppt. ,, Þegar
Patton hershöfðingi sló veikan
hermann og fiegar sjóherinn okkar í
Gela skaut fimmtíu og níu af okkar
eigin liðsflutningaprömmum í kaf
bað Eisenhower hershöfðingi stríðs-
fréttaritarana að segja ekkifrá þessu
af fiví að fiað væri slæmt fyrir
móralinn heima. ”
Þar við bœttist að ritskoðun var
mjög ströng, en engar beinar reglur
til um hana, svo stríðsfréttaritararnir
urðu sjálfir að finna sér fiann stíl og
þann frásagnarmáta sem mestar
líkur voru til að slyppi sœmilega
heilskinnaður gegnum ritskoðunina.
,, Við komum okkur allir upp
einhverjum smábrellum. Þegar ég
les nú þessa gömlu pistla mína
TÖTRALID 81)
Stundum geta endalokin orðið óvœnt þegar
saman fara hepþni og grdglettni örlaganna.
Það sannar þessi frdsögn af því er bandaríski
herinn dtti að hernema radarstöð er þyski
herinn hafði d ítalskri eyju d drum heims-
styrjaldarinnar síðari.
rifjast upp ein af brellunum
mínum. Eg viðurkenndi aldrei að
hafa verið neins staðar viðstaddur
sjálfur. Eg lýsti öllu gegnum ein-
hvern eða eitthvað annað. Ekki man
ég hvers vegna ég gerði fietta.
Kannski hef ég talið að frásagnirnar
yrðu trúlegri með fiessu móti. Eða
kannski mér hafi fundist ég vera
einhvers konar álímingur, að ég
lægi á hleri við stríðið, og hafi
kannski skammast mín ofboð lítið
fyrir fiað. Kannski ég hafi skammast
mín fyrir að ég gat farið heim fiegar
mér sýndist en hermennirnir ekki.
En iðulega var hvorki hœttulaust né
fiægilegt að vera stríðsfréttaritari.
. . . Þeir komust fljótt að fiví að
blöðin heima urðu fjarska ófiolin-
móð ef fréttaritararnir fieirra voru
ekki fiar sem hlutirnir voru að
gerast. Afleiðingin varð sú að slysa-
tíðni fréttaritaranna var mikil. . . .
Nú fiegar ég er að rifja fietta upp
hnykkir mér við að uppgötva hve
margir stríðsfréttaritarar eru dánir.
Það var líka tíska að láta skína í
stöðugan ótta. Ég hef sjálfsagt
stöðugt verið hræddur, en fiað var
líka fiessi tíska. Ég held fietta hafi
verið gert til að sýna fram á hug-
rekki hermannanna. Og
hermennirnir voru nákvœmlega jafn-
hugrakkir og jafnhuglausir og allir
aðrir. ”
Síðasta frásögnin í fiessari bók er
af fivt er bandarískt herlið var sent
til að leggja undir sig fiýska radar-
stöð á ítölsku eyjunni Ventotene.
Þessi frásögn er sett upp eins og
smásaga og hefur víða birst, iðulega
án fiess sé getið að hún er saga af
atburði sem raunverulega gerðist,
skrifuð af manni sem sjálfur var
með í litla framvarðarhópnum <tem
í mestri hættunni var, skrifuð svo að
segja jafnóðum og hún gerðist. Ef
til vill sýnir fietta einmitt eina sterk-
ustu hliðJohns Steinbeck — hann
naut fiess að segja frá og kunni fiá
list að gera fiað svo eftir var tekið.