Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 41
HALLÓ, ÞIÐ ÞARNA ÚTI!
ekki að þau séu ákaflega útbreidd,
sanni það ekki að þau séu ákaflega
sjaldgæf, þótt reikistjörnur gengju
ekki umhverfis þessa stjörnu.” (Dr.
Sjklovskí heldur því fram að upp-
götvun reikistjörnukerfis umhverfis
Barnardstjörnuna hafí verið stjarn-
fræðileg skekkja). Aðeins afar
nákvæmar rannsóknir á hundruðum
nálægra stjarna, sem enn er ekki unnt
að gera vegna þess að okkur vantar
tæki til stjarnfræðirannsókna, og
nákvæm sönnun fyrir því að engar
reikistjörnur gangi umhverfis þær,
getur gert vísindamönnum mögulegt
að halda því fram að kerfí reikistjarna
umhverfís sólir séu ákaflega fá og
langt á milli þeirra. ’ ’
Næsta skref, sem þarf að stíga til
þess að sýna fræðilega fram á tilvist
menningarsamfélags utan jarðar-
innar, er að hugleiða gaumgæfilega
spurninguna um uppruna lífs á reiki-
stjörnum er ganga umhverfis sól-
stjörnurnar. Til þessa, segir. dr.
Nikolai Kardasjev, annar kunnur
sovéskur stjarnfræðingur, hafa
fundist sannanir fyrir því með stjarn-
fræðilegum rannsóknaraðferðum að
lífræn efnasambönd er að fínna
nálega hvar sem er í umhverfi stjarn-
anna. Á hverju ári hafa fundist æ
flóknari sameindasambönd. Þau
kunna að falla á yfírborð reikistjarn-
anna eða verða til í rás þróunarinnar.
Þess vegna er ekki nokkur ástæða til
þess að efast um að ekki séu til næg
upprunaleg ,,byggingar”-efni til
myndunar lífs.
W
Tilraunir til þess að sanna að litlir
möguleikar séu á myndun Iifandi
fruma með tilviljanakenndum
árekstrum einstakra atóma eða
sameinda eru vonlausar. Það er án efa
afskaplega erfitt verkefni að rekja í
smáatriðum frummyndun lifandi
efnis, meðal annars vegna þess að síð-
ari líffræðileg þróun kann að hafa
afmáð fyrstu ,,merki” þessarar
þróunar. Af þessu leiðir að þótt það
sé erfítt að rannsaka kviknun lífsins er
ekki þar með sagt að möguleikarnir á
henni séu litlir.
Sömuleiðis virðist þróunarferill
lífsins, eftir að það varð til, fylgja
ákveðnum Iögmálum — upphaf
menningarinnar og þróun hennar yfir
í tæknivætt samfélag, enda þótt enn
sé langt frá því að mótuð hafí verið
strangvísindaleg kenning um þetta
efni sem geti lýst í smáatriðum
öllum þróunarstigum mannkynsins.
Að skilja hver annan
En hvernig eigum við að leita að
menningu utan jarðarinnar? Hvers
konar fjarskipti byggjast á þátttöku
sendanda og móttakanda. Eðlilega
óskar sendandinn þess að boð hans
séu móttekin og skilin og mót-
takandinn gerir sér þetta ljóst og
leitar eftir hinu sama. Vilji til gagn-
kvæmrar aðlögunar er merki um
skilning. En hvernig geta menn not-
fært sér ,,upplýsingar” merkja-
sendinga? Að áliti dr. Troitskís er
eina leiðin til þess að gera það sú að
læra að skilja þau ,,boð” sem berast