Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 102

Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 102
100 tilgreindi daginn, þegar biðlarnir skyldu koma. Dagurinn rann upp. Eldsnemma um morguninn söfnuðust vinkonur Meftuk saman umhverfis hana og tóku að búa hana 1 brúðarskartið. Ein fléttaði hið síða hár hennar og óf perlubönd í flétturnar, önnur færði hana í glitofin klæði og hin þriðja valdi hringa til þess að setja á granna fingur hennar. Og allar mösuðu stúlkurnar um biðlana, sem voru að streyma að. ,,Einn kom með hundrað úlfalda,” sagði sú fyrsta, ,,og þeir voru allir klyfjaðir sekkjum með dýr- mætum varningi.” ,,Annar kom með þúsund stríðsmenn búna ágætum vopnum,” sagði önnur stúlka. ,,Og hinn þriðji flutti með sér kistla, fulla af demöntum, perlum og smarögðum,” sögðu hinar í kór. ,,Verðmæti þeirra er tvímælalaust ómetanlegt.” Gamli maðurinn birtist á þröskuld- inum og spurði: ,,Ertu tilbúin, dóttir? Biðlarnir eru komnir og bíða eftir þér.” ,,Ég er tilbúin, faðir,” svaraði Meftuk og gekk út, ljómandi eins og sólin af fegurð og fögrum klæðum. Allir biðlarnir hneigðu sig djúpt fyrir hinni fögru Meftuk og föður hennar. Gamli maðurinn settist á bekk með dóttur sína sér við hlið og tilkynnti hátt og í heyranda hljóði: ,,Meftuk dóttir mín vill giftast þeim manni, sem í senn er ríkastur og ÚRVAL fátækastur í heiminum. Segið okkur deili á ykkur.” Nokkrir menn í dýrum klæðum gengu fram. Þjónar þeirra leiddu úlf- alda klyfjaða vörum og báru sekki með klæðum og skrín með dýr- mætum steinum. ,,Við unnum þér, fagra mær,” sögðu biðlarnir og hneigðu sig enn djúpt, „kjóstu þann, sem þér leikur hugurá.” ,,Eruð þið allir mjög ríkir?” spurði Meftuk. ,,Já, hin fagra. Við erum auðugir. ,,Af hverju haldið þið þá, að þið séuð einnig fátækastir í heimi?’ ’ „Vegna þess að við eigum ekki dýrasta fjársjóð á jörðu, hönd þína og hjarta,” svöruðu ungu mennirnir. Meftuk fór að hlæja: ,,Það þýðir að eignist þið hönd mína og hjarta verðið þið aftur ríkir og ekki fátækir. Nei, ég vil ekki fjár- sjóði ykkar. Engin ykkar er sá, er ég leita að. Nú gengu fram nokkrir ágætir stríðsmenn, liðsmenn þeirra stóðu þétt að baki þeim. ,,Við erum ekki allir mjög ríkir, Meftuk,” sögðu þeir, ,,en með hjálp hermanna okkar getum við orðið ríkustu menn á jörðinni, ef við vinnum önnur lönd.’’ ,,En hvað getið þið sjálfir afrekað, án hermanna ykkar?” spurði Meftuk. ,,Án hermanna okkar getum við ekkert,” svöruðu stríðsmennirnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.