Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 89

Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 89
TÖTRALIÐ 87 hreyfing fór til spillis og verkið vannst ótrúlega fljótt. Þeir sóuðu ekki tímanum í að heilsa að hermannasið. Yfirmönnunum var aðeins heilsað þegar þeir voru ávarpaðir eða þegar þeir sögðu eitthvað. Þessir fallhlífarhermenn voru með minnsta hugsanlegan búnað. Þeir voru með nokkra riffla, nokkrar sjálf- virkar byssur, og yfirmennirnir voru með skammbyssu. Þar að auki var einn hnífur og fjórar handsprengjur á mann. Handsprengjurnar höfðu verið gulmálaðar en þeir höfðu verið svo lengi með þær að málningin var næst- um máð af. Rifflarnir höfðu verið hreinsaðir og fágaðir svo oft að svarta húðin var sums staðar núin af og bjartur málmurinn skein í gegn. Litli Bandaríkjafáninn sem þeir voru með á öxlunum var orðinn fölur eftir sólina og síendurtekinn þvott. Þeir voru ekki með neitt umfram af neinu tagi. Þeir höfðu það sem þeir stóðu í og gátu borið. Einhverra hluta vegna gerði þetta þá traustvekjandi. Um morguninn fóru yfirmennirnir á fund til að fá upplýsingar og fyrir- mæli um verkið. Þeir komu feimnis- lega inn og fengu sér sæti við langa, óheflaða borðið. Mennirnir úr sjó- hernum dreifðu kortum og innrásar- áætluninni var lýst í smáatriðum, að hluta til á stórri, svartri töflu sem lá uppi við vegginn. Eyjan var Ventotene og það var radarstöð á henni sem fylgdist með öllum ferðum á hafinu norðan og sunnan við Napólí. Radarinn var þýskur en talið var að þarna væru fáir Þjóðverjar. Tvö eða þrjú hundruð ítalskir hermenn voru þar en ekki var vitað hvort þeir myndu berjast eða ekki. Þar var líka fjöldi pólitískra fanga sem átti að leysa úr haldi, og fallhlífarhermennirnir áttu að halda eyjunni þar til hægt væri að koma öðru liði á land. Yfirmennirnir þrír virtu töfluna fyrir sér — það var langt á milli augn- anna á þeim — og litu af og til hver á annan. Þegar fyrirlestrinum var lokið spurði kafteinninn úr sjó- hernum: ,,Skiljið þið? Eru nokkrar spurningar?” Kafteinn fallhlífarhermannanna virti fyrir sér kort af eynni og spurði lágróma: „Nokkurt stórskotalið?” ,,Já, það eru nokkrar strandvarnar- fallbyssur, en ef þeir nota þær náum við til þeirra með byssunum frá skipunum.” ,,Öjá. Já, ég skil. Ég vona bara að ítalirnir geri ekkert slæmt. Ég meina, ég vona að þeir skjóti ekki á okkur.” Röddin var mjög feimnisleg. ,,Vilja menn þínir ekki berjast?” spurði sjóliðsforingi ertnislega. ,,Það er ekki það,” sagði kafteinn- inn. ,,Við höfum verið lengi í eyði- mörkinni. Menn mínir eru einum of gikkglaðir. Það kynni að harðna á dalnum ef einhver skýtur á þá.” Fundinum var lokið og sjóherinn bauð fallhlífaryfirmönnunum í mat í messanum. ,,Ef þið vilduð hafa okkur afsakaða,” sagði kafteinninn, ,,held
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.