Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 89
TÖTRALIÐ
87
hreyfing fór til spillis og verkið vannst
ótrúlega fljótt. Þeir sóuðu ekki
tímanum í að heilsa að hermannasið.
Yfirmönnunum var aðeins heilsað
þegar þeir voru ávarpaðir eða þegar
þeir sögðu eitthvað.
Þessir fallhlífarhermenn voru með
minnsta hugsanlegan búnað. Þeir
voru með nokkra riffla, nokkrar sjálf-
virkar byssur, og yfirmennirnir voru
með skammbyssu. Þar að auki var
einn hnífur og fjórar handsprengjur á
mann. Handsprengjurnar höfðu verið
gulmálaðar en þeir höfðu verið svo
lengi með þær að málningin var næst-
um máð af. Rifflarnir höfðu verið
hreinsaðir og fágaðir svo oft að svarta
húðin var sums staðar núin af og
bjartur málmurinn skein í gegn. Litli
Bandaríkjafáninn sem þeir voru með
á öxlunum var orðinn fölur eftir
sólina og síendurtekinn þvott. Þeir
voru ekki með neitt umfram af neinu
tagi. Þeir höfðu það sem þeir stóðu í
og gátu borið. Einhverra hluta vegna
gerði þetta þá traustvekjandi.
Um morguninn fóru yfirmennirnir
á fund til að fá upplýsingar og fyrir-
mæli um verkið. Þeir komu feimnis-
lega inn og fengu sér sæti við langa,
óheflaða borðið. Mennirnir úr sjó-
hernum dreifðu kortum og innrásar-
áætluninni var lýst í smáatriðum, að
hluta til á stórri, svartri töflu sem lá
uppi við vegginn.
Eyjan var Ventotene og það var
radarstöð á henni sem fylgdist með
öllum ferðum á hafinu norðan og
sunnan við Napólí. Radarinn var
þýskur en talið var að þarna væru fáir
Þjóðverjar. Tvö eða þrjú hundruð
ítalskir hermenn voru þar en ekki var
vitað hvort þeir myndu berjast eða
ekki. Þar var líka fjöldi pólitískra
fanga sem átti að leysa úr haldi, og
fallhlífarhermennirnir áttu að halda
eyjunni þar til hægt væri að koma
öðru liði á land.
Yfirmennirnir þrír virtu töfluna
fyrir sér — það var langt á milli augn-
anna á þeim — og litu af og til
hver á annan. Þegar fyrirlestrinum var
lokið spurði kafteinninn úr sjó-
hernum: ,,Skiljið þið? Eru nokkrar
spurningar?”
Kafteinn fallhlífarhermannanna
virti fyrir sér kort af eynni og spurði
lágróma: „Nokkurt stórskotalið?”
,,Já, það eru nokkrar strandvarnar-
fallbyssur, en ef þeir nota þær náum
við til þeirra með byssunum frá
skipunum.”
,,Öjá. Já, ég skil. Ég vona bara að
ítalirnir geri ekkert slæmt. Ég meina,
ég vona að þeir skjóti ekki á okkur.”
Röddin var mjög feimnisleg.
,,Vilja menn þínir ekki berjast?”
spurði sjóliðsforingi ertnislega.
,,Það er ekki það,” sagði kafteinn-
inn. ,,Við höfum verið lengi í eyði-
mörkinni. Menn mínir eru einum of
gikkglaðir. Það kynni að harðna á
dalnum ef einhver skýtur á þá.”
Fundinum var lokið og sjóherinn
bauð fallhlífaryfirmönnunum í mat í
messanum.
,,Ef þið vilduð hafa okkur
afsakaða,” sagði kafteinninn, ,,held