Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 60
58
ÚRVAL
Síðar þetta sama kvöld sátum við
prestarnir tveir og Daley læknir og
skröfuðum saman yfir leifum veislu-
fanganna.
„Faðir,” sagði ég, ,,af hverju
sagðir þú brúðhjónunum ekki sann-
leikann umbúðalaust?”
„Sjáðu nú til, drengur minn,”
sagði hann. „Sannleikurinn er eins
og stigi. Hagræðir þú honum ekki
hæfilega, lendir þú í vandræðum. Sú
syndsamlega hugmynd greip mig
fyrst í stað að koma þjótandi í
veisluna, falla á kné og segja, ,,ég er
óalandi og óferjandi. Ég hefi eyðilagt
mesta hamingjudag í lífi þessara
ungu hjónaleysa með takmarkalausri
heimsku minni. Sjálfum hefði mér
liðið miklu betur á eftir, en hvað um
það? Þau hefðu farið til kirkjunnar til
að sameinast í hinum helgu böndum
hjónavígslunnar með ókristilegu
hugarfari, svo ekki sé meira sagt.’’
,,í staðinn,” sagði Daley læknir,
„fórum við inn fagnandi og sáttfús.
Hver og einn hefur sína aðferð, faðir
Neil, og hann Charles okkar býr yflr
hundrað aðferðum. ’ ’
„Þú verður að játa að allt fór eins
og tií var ætlast hjá öllum,” bætti
faðir Duddleswell við. „Að móður
brúðgumans undanskilinni. ’ ’
Okkur var skemmt. „Rétt áður en
hún fór,” sagði ég hlæjandi, „sagði
hún: „Við komum hingað til að vera
við brúðkaup, sem átti að byrja
klukkan þrjú, en það tók lengri tíma
en kvikmyndin Á hverfanda hveli! ’ ’ ’ ’
Skyndilega stirðnaði faðir
Duddleswell og varð hvítur sem
altarisbrauð. Hann þaut að bóka-
skápnum, blaðaði eldsnöggt í þykkri
bók. Eftir skamma stund hlammaði
hann sér niður í stól. „Faðir Neil, ég
flyt þér hörmulega fregn. ’ ’
„Nú já,” sagði ég og lauk við
kampavínsdreytilinn úr glasinu.
„Þau eru ekki gift. Samkvæmt
hjónavígslulögunum frá 1949 eru
hjónavígsiur því aðeins gildar að þær
séu framkvæmdar milli klukkan átta
að morgni og klukkan 18 að
kveldi.”
„Það er meinið,” játaði ég.
„Athöfnin hófst meira en fimmtán
mínútum of seint.”
„Þau eru gift samkvæmt reglum
kirkjunnar, en ekki eftir ríkislögum.”
Hann hélt dauðahaldi um höfuð sitt
eins og hann vildi varna innihaldi
þess að þrýstast út. ,,Hvað er
klukkan? Ellefu? Ég get naumast
hringt til þeirra og sagt þeim að hætta
samstundis því sem þau eru að gera,
eða hvað? Frestur er á illu bestur. Þau
fara hvort eð er ekki fyrr en eftir
hádegi á morgun. ’ ’
Hann hugsaði sig um, lengi og vel.
„Sjáðu nú til, faðir Neil. Mig langar
að biðja þig um nokkuð.”
SNEMMA NÆSTA MORGUN tók
ég leigubifreið til Excelsior hótelsins í
Bayswater, þar sem hjónaleysin höfðu
dvalið fyrstu nóttina sem hjón.
Ég notaði hótelsímann og hringdi
til þeirra. Stund leið og enginn