Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 84
82
Flugvélin var nýkomin á loft og
farþegarnir teygðu úr sér í sætunum.
Á fyrsta farrými sat maður hjá vel
kiæddri, fullorðinni konu með alveg
sérstaklega fallegt demantshálsmen.
„Fyrirgefið, en ég kemst ekki hjá
að taka eftir þessu fallega hálsmeni,”
sagði maðurinn. „Þetta er fallegasti
steinn sem ég hef nokkurn tíma séð.
,,Þakka yður fyrir,” sagði konan.
,,Þettaer Klopman-steinninn.”
Maðurinn varð undrandi á svip.
,,Mér þykir það leitt, en ég held ekki
að ég hafi nokkurn tíma heyrt um
þann stein.”
,,Hann er talsvert svipaður Hope-
demantinum. Hann er vitaskuld ekki
eins stór en fyllilega jafngildur
honum hvað snertir fegurð og ljóma.
Og rétt eins og Hope-demanturinn
hefur hann bölvun í för með sér fyrir
þann sem ber hann.”
,,Það er furðulegt! Hvers konar
bölvun?”
, ,Herra Klopman. ’ ’
Milwaukee Sentinel
,, Sótti hann kirkju?” spurði
presturinn ekkjuna.
,,Nei,” svaraði hún.
,,Var hann í Rotary?”
„Nei.”
,,Kiwanis? Frímúrari? Lions?
Oddfellow?”
, ,Ekkert þess háttar.
,,Var hann kannski Ku Klux
Klan?”
,,Hvað er það?” spurði ekkjan.
,,Það eru þeir sem kasta yfir sig
lökum og sængurverum og hamast
eins og djöfullinn.”
„Jáhá,” sagði ekkjan. ,,Þar er
honum rétt lýst.”
American Funeral Director.