Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 108

Úrval - 01.03.1981, Blaðsíða 108
106 ÚRVAL lokið við fyrsta þátt Þriðja kvartetts- ins í b-dúr ritaði hann athugasemd: , ,Lokið á fjórum og hálfum tíma. ’ ’ Hann sótti enn tíma hjá kennara sínum sem hafði leiðbeint honum í skóla. Kennarinn var tónskáldið Antonio Salieri. En hugarfar Schuberts til námsins var ekki það sama og áður. Þegar Salieri reyndi að fá hann ofan af því að semja tónlist við þýsk ljóð og hvatti hann til að stæla hinn blómlega ítalska söngstíl sem þá tíðkaðist, neitaði Schubert ákveðið að fara að tilmælum hans. Þó að Schubert væri eftir sem áður hógvær í einkamálum sínum varð hann frá þessum tíma ósveigjanlegur með það hvað hann vildi í tónlistinni. Eitt sinn fékk hið fræga Kártnertor leikhús hann til að skrifa nokkur sönglög fyrir óperusöngstjörnu. Þegar hún bað um að nokkrum erfiðum köflum yrði breytt, hrópaði Schubert: ,,Ég breyti engu!” og þaut út úr leikhúsinu. Þetta kostaði hann hina eftirsóknarverðu stöðu aðstoðar- hljómsveitarstjórnanda, sem hann hafði sótt um. Snemma voru hinar undursamlegu sköpunargáfur Schuberts viður- kenndar af hópi vina, sem útnefndu sig aðalgæslumenn hans. Sumir voru fyrrverandi skólafélagar, aðrir voru ljóðskáld eða listmálarar, enn aðrir voru lögfræðingar eða hermenn. Þeir hugsuðu um hann, sagði málarinn Moritz von Schwind, sem ,,okkar björtustu og fegurstu eign”. Tveir þessara vina Schuberts komu til hans dag einn, þar sem hann sat í kennslustofunni og reyndi að fá frið til þess að leiðrétta æfingar barnanna á meðan þau skvöldruðu hástöfum. Vinirnir fengu hann til þess að samþykkja að hætta kennslunni og reyna að lifa af tekjum sínum sem tónskáld. Það sem Schubert átti ólifað bjó hann við svo knöpp kjör að hann gat aðeins þrisvar sinnum, og aðeins örstuttan tíma í senn, leyft sér að leigja sér eigið herbergi. Þrátt fyrir það voru árin milli tvítugs og þrítugs hamingjuár hans. Gleðistundir Schubert fór yfírleitt á fætur kl. 6 á morgnana og eyddi síðan morgnun- um við tónsmíðar. Eftir hádegisverð var hann vanur að hitta vini sína. Eftirmiðdögunum eyddu þeir gjarna til gönguferða um skóga Vínarborgar, og hvíldust svo oft um kvöld- verðarleytið í einhverjum bjórgarð- inum. Eftir kvöldverð söfnuðust þeir síðan gjarna saman á heimili for- eldra einhvers þeirra. Þá var Schubert vanur að leika af fingrum fram tónsmíðar sínar við píanóið; ljóðskáldið Johann Mayrhofer, las upp Ijóð sín, og Moritz von Schwind sýndi nýjustu teikningar sínar. Schubert leit á þessa kvöldfundi með vinum slnum sem hamingju- sömustu stundir sfns stutta Iffs. „Manstu þessa yndislegu daga”, skrifaði hann seinna vini sínum, „þegar hver okkar sýndi hinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.