Úrval - 01.05.1981, Síða 12
10
ÚRVAL
meiri en allt rafafl sem framleitt er á
jörðinni og birtan frá
útsendingargeislanum var tíu milljón
sinnum sterkari en birtan frá sólinni.
— í þrjár mínútur, segir Drake, —
vorum við skærasta stjarnan í okkar
sólkerfi.
Útvarpssendingar hafa ekki verið
einu tilraunir okkar til þess að ná
sambandi við lífverur, ef einhverjar
eru, á öðrum hnöttum. Úti í
geimnum sniglast um Pioneer 10 og
Pioneer 11 — en með því er átt við að
þeir fari ekki nema með tíu mílna
hraða á sekúndu. Á þeim eru plötur
sem Sagan, Drake og listakonan
Linda Salzman Sagan hafa gert.
Eftir að hafa kannað Júpiter áttu
þessir tveir gervihnettir að halda
áfram út úr sólkerfinu og vel getur
verið að einn góðan veðurdag eigi
einhver eftir að taka við og leysa úr
skilaboðum þeirra. Þar er sagt frá
því hvar jörðin og sólin eru miðað
við staðsetningu 14 annarra stjarna
sem senda frá sér radíómerki.
Teikning er af sólkerfinu og af manni
og konu í réttu stærðarhlutfalli miðað
við geimfarið. Stjarnfræðingarnir við
Cornell segja: ,,Þessi kort úr málmi
eru gerð með það fyrir augum að
endast lengur en nokkur önnur
mannanna verk og eiga að haldast
óbreytt í hundruð ef ekki þúsundir
milljónir ára.”
Á leið út að ystu mörkum
sólkerfisins hafa sömuleiðis verið
Voyager 1. og 2. Þeir hafa farið fram
hjá Júpiter og til Saturnusar og enn
lengra út. í Voyager-förunum báðum
eru hljómupptökur með kveðjum á
60 tungumálum, 116 myndir af hinu
og þessu á jörðinni og einnar og
hálfrar klukkustundar löng tónlistar-
dagskrá. „Topplögin á jörðinni”
kallar Ann Druyan þessa dagskrá en'
Ann starfaði við undirbúning
þessarar útsendingar.
Á meðan sumir gefa hugmynda-
fluginu lausan tauminn hvað varðar
upplýsingar um líf á öðrum hnöttum
eru aðrir sem fyllast ótta við
tilhugsunina um að samband náist
við þessar lífverur. Setjum sem
svo, segja hinir efasemdafullu, að
þessar lífverur á öðrum hnöttum vilji
komast til annarra pláneta til þess að
setjast þar að eða líti á þessar
plánetur sem matarforðabúr sitt og
íbúa þeirra sem þræla? Væri þá ekki
betra fyrir okkur að láta sem minnst
á okkur bera og fara okkur hægt,
spyrja þeir.
Hinir, sem eru gagnteknir af
framtíðarhorfunum, líta á
sambandið við aðra hnetti og hina
auknu þekkingu sem því væri
samfara sem nýtt sameiningarafl
manna og þjóða. Það myndi hafa
auðgandi áhrif á vísinda- og
tæknistarfsemi okkar sem annars
myndi þurfa til bæði mikla peninga,
tíma og mikla vinnu. Ef til vill, segja
þeir, eigum við eftir að tengjast ótal
menningarsamfélögum í hinum
miklu og víðfeðmu stjðrnukerfum.
Hver getur um það sagt? ★