Úrval - 01.05.1981, Qupperneq 21

Úrval - 01.05.1981, Qupperneq 21
GETUR AMERÍKA UNNIÐ BÍLASTRÍÐIÐ? 19 fólks hefur atvinnu af honum. Yfír 200 þúsund störf í bílaiðnaðinum hafa þegar verið lögð niður, mörg endanlega. Tvisvar sinnum sá fjöldi í tengdum atvinnugreinum hefur misst störf sín. Viðvörun ekki skeytt Hvað fór úrskeiðis? Næstum allt. En mesta sök eiga þó bílafram- leiðendurnir sjálfír. Um það eru allir sammála, meira að segja þeir sjálfir. Eftir heimsstyrjöldina síðari, þegar Ameríkanar keyptu meira af bílum en afgangurinn af heiminum saman- lagt, varð Bandaríkjamarkaður eðlilegt mark bílaiðnaðarins í Evrópu, sem þá var að rísa úr rústum, og síðar japanskra bíla. En það var ekki fyrr en 1959, þegar litlir „innrásarbílar”, með Volkswagen bjölluna í broddi fylkingar, höfðu náð tíunda hluta af bílamarkaðnum í Bandaríkjunum, að þeir Þrír stóru (Ford, GM og Chrysler) fóru sjálfír að framleiða litla bíla. Sala á erlendum bílum datt niður í tæp fimm prósent 1962 en fór síðan að aukast aftur. Þegar Japanir ruddust fyrir alvöru inn á markaðinn áratug síðar kom fram önnur „kynslóð” innrásarvarna, svo sem Vega frá GM, Pinto frá Ford og Aspen/Volare frá Chrysler. Við þetta dró heldur úr sölu innfluttra bíla um skeið. En Detroit sýndi lítinn áhuga á litlum bílum sem gáfu lítinn hagnað hver um sig. Jafnvel þeir bandarísku smábílar, sem boðið var upp á, voru ekki annað en smækkaðar útgáfur af stærri bílum, oft illa gerðir og hroðvirknislega hrúgað saman með 14-15 lítra meðaleyðslu af bensíni á hverja 100 km. Svo sneri Detroit sér aftur að stóru lúxusbílunum -— sem gáfu góðan hagnað hver um sig og voru aðalsmerki Detroit — og létu innfluttum bílum eftir 15 prósent af markaðinum. Svo kom olíukreppan, runnin undan rifjum araba 1973-’74. Þá varð eldsneytisskortur og langar biðraðir við bensínstöðvarnar. Þetta hefði átt að kveikja viðvörunarljós í mæla- borðunum í Detroit. En eftir fyrsta áhyggjukastið, sem olli tíma- bundinni stórsölu á litlum bílum,, „snerum við okkur aftur að stóru bílunum eins og ekkert hefði í skorist,” segir Philip Caldwell, stjórnarformaður Ford. Þessu næst kom stjórnmálakreppan í íran 1979. í kjölfar hennar kom enn hækkun á eldsneytisverði og veruleg hækkun á bensínverði heima í Bandaríkjunum, en því hafði með niðurgreiðslum verið hald- ið í 60-65 sentum gallón- inu (16-17 sentum lítrinn). Afleiðingin var sú að á tæpu ári meira en tvöfaldaðist bensínverðið og Bandaríkjamenn hurfu á einni nóttu svo að segja frá stórum bílum og miðlungs, sem voru 60 prósent af framleiðslunni í Detroit, og hölluðu sér að neyslugrönnum smábílum. Bandarísku verksmiðjurnar sátu uppi með bensínhákana, jafnvel þótt þær slægju af þeim allt upp í 500
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.