Úrval - 01.05.1981, Qupperneq 37
35
UNGLINGAR íHELGREIPUM EITURLYFJA
inn önnur efni, eins og til dærais
methadone. Eiturlyfjaneytend-
urnir komust ekki í sama ástand
er þeir tóku inn methadone eins og
þeir höfðu áður komist í með eitur-
lyfjunum — og sumir fóru að bæta
sér upp það sem þeir fengu á stofnun-
um með heróíni sem þeir komust
yfir á ólöglegan hátt.
Eftir að hollensku og frönsku
lögreglunni tókst að kveða að mestu
niður starfsemi heróínsalanna á
áttunda áratugnum jókst heróín-
framboðið í London. Borgin varð
miðstöð eiturlyfjaflutninganna milli
Austurlanda fjær ogNorður-Ameríku.
Þegar svo byltingin var gerð í íran
efldist ólöglega eiturlyfjasalan um
allan helming.
Hundruð landflótta írana sem
komu til þess að setjast að meðal
írana í Bretlandi fluttu auð sinn í
formi bleiklitaðs dufts sem var
verðmætara en jafnþyngd þess í gulli.
Eitt kílógramm af heróíni sem keypt
hafði verið í íran fyrir 400
sterlingspund mátti selja fyrir 100
þúsund sterlingspund í Bretlandi.
Svo mikið af herólni kom á þennan
hátt til landsins að eiturlyfjaverðið á
götum úti lækkaði um 50% — og
fjöldi eiturlyfjaneytenda fór vaxandi.
,,Ekki er þó rétt að kenna smyglur-
um og svartamarkaðsbröskurum um
allan vandann,” segir David
Turner, starfsmaður nefndar sem
fjallar um ofneyslu eiturlyfja. —
Neysla alls konar lyfja hefur farið
vaxandi í Bretlandi undanfarin ár. Á
síðasta áratug jókst útgáfa svefntöflu-
lyfseðla og lyfseðla sem hljóðuðu
upp á alls konar róandi lyf um 29%.
Áfengisneyslan jókst á sama tíma um
30% .
Ungt fólk, óöruggt með sig, lætur í
fyrstu blekkjast af eiturlyfjunum.
Rogervar 17 ára, óþroskaður ungling-
ur sem naut lítils skilnings hjá föður
sínum. Hann var dæmigert fórnar-
lamb eiturlyfjanna.
Blekkingar
,,Þegar maður fer að neyta eitur-
lyfja,” segir Roger, „heldur maður sig
öðlast innsýn og reynslu sem fæst
ekki þegar maður er í hópi þeirra sem
þjóðfélag hinna „óbrengluðu” fyrir-
lítur. Þegar manni verður loksins
ljóst að þetta er eintóm blekking er
það orðið um seinan.”
Enginn varaði Roger við hættunni.
Heróín er ekki sérlega skaðlegt á
meðan það er tekið í smáum, óblönd-
uðum skömmtum. en heróínsjúkling-
arnir fara brátt að vanrækja sjálfa sig.
Þeir hætta að borða mat en sækja
mjög í sætindi. Skemmdar tennur eru
næstum jafnalgengur fylgikvilli eitur-
lyfjaneyslunnar og lifrarbólga sem
stafar af því að notaðar eru óhreinar
nálar þegar eitrinu er sprautað í
æðarnar.
Eiturlyfjaneytendurnir eru
lögbrjótar. Þess vegna eru þeir ofur-
seldir svikurum sem blanda hveiti,
kaffeini, púðri, lyftidufti — jafnvel
steypuryki eða strikníni 1 heróínið.