Úrval - 01.05.1981, Qupperneq 39
37
UNGLINGAR íHELGREIPUM EITURLYFJA
aðeins 270 rúm á endurhæfingar-
heimilum sem tylft félagasamtaka og
stofnana rekur. Þröskuldur í vegi endur-
hæfingarinnar er gjaman neimn
yfirvalda í heimabyggð eiturlyfjaneyt-
endanna um að leggja að mörkum
þau 65 pund á viku sem talinn er
meðalkostnaður við endur-
hæfinguna. Það er þó aðeins
helmingur upphæðarinnar sem það
kostar að hafa sjúkling á geðsjúkra-
húsi. Þeir sem yfirgefa stofnunina og
hvergi hafa fengið inni á endur-
hæfingarstöðvum eiga um fátt annað
að velja en halda út á götuna á nýjan
leik. Framtíð stofnunarinnar sjálfrar
er heldur ekki tryggð sem stendur.
Þótt mjög hafi verið dregið úr fjár-
veitingum frá hinu opinbera og
einkaaðilum er unnið mikið og gott
starf á ýmsum endurhæfingar-
stöðvum. Einhver þekktasta
stofnunin er Phoenix House í Forest
Hill suður af London. Þar búa um 50
konur og karlar sem hætt eru að nota
eiturlyf. , ,Eitt meginvandamál
endurhæfingarinnar er kannski ekki
að losna undan áhrifum eitursins,”
segir David Tomlinson, forstöðu-
maður Phoenix House, ,,heldur að
losna úr sambandi við fyrri félaga í
eitrinu.”
Reynt er að losa fólkið undan áhrif-
um félaganna með ráðgjöf, sjálfs-
gagnrýni sem reynt er að ná fram í
hópmeðferð og svo með því að láta
fólkið hafa nóg að gera og nánast sjá
alveg um sig sjálft á stofnuninni. Það
skiptist á að elda matinn, hreinsa til,
þvo þvotta, lagfæra sitthvað innan
dyra, rækta grænmeti og hugsa um
hænsni og geitur semþarnaeru.
Margir gefast upp
Ekki gengur öllum vel að hætta,
ekki einu sinni í Phoenix House.
Alltaf eru það einhverjir sem gefast
upp í baráttunni við eiturlyfin og
stinga af án þess að hafa öðlast
lækningu.
Líklega eru það Margaret Patterson
læknir og eiginmaður hennar,
George, sem vinna eitt merkilegasta
brautryðjendastarfið í baráttunni
gegn eiturlyfjunum í Bretlandi um
þessar mundir. Þau starfa í Broad-
hurst Manor í nánd við Haywards
Heath í Sussex. Þau hafa hjá sér 15
sjúklinga sem fá nokkurs konar
taugaraflost. Þessari lækningaaðferð
kynntist Margaret Patterson þegar
hún starfaði sem skurðlæknir í Hong
Kong. Þar var eiturlyfjasjúklingum
gefin rafmagnsnálarstunga til þess að
lina sársauka og við það misstu þeir
löngunina í eiturlyfin.
Hún bjó til tuttugu tæki áður en
hún varð ánægð með það sem hún
hafði í höndunum. Þetta tæki er
knúið af örlítilli rafhlöðu sem gefur
raflost með lágri spennu en rafskaut
eru fest aftan við eyru sjúklingsins.
Sjúklingurinn finnur ekki mikið
fyrir þessu en heilinn gefur þegar frá
sér efni, sem dregur úr sársauka og
kallast enkephalin. Notkun heróíns
hamlar framleiðslu þessa efnis. Ef
þetta efni er ekki fyrir hendi í líkam-