Úrval - 01.05.1981, Page 51
HARLEM ÍSÁL MINNI
49
Áreiðanleiki er innsta leyndarmál
óræðra leyndardóma lífsins í Harlem.
Ófyrirgefanleg synd þar er að vera
falskur. Þú getur verið hvað sem þú
vilt, svo framarlega sem þú ert
„ekta”. Hið afkáralega, hið hlægi-
lega, hið frábrugðna, hið óþekkta,
hið óþrifalega, hið vanskapaða, hið
fagra, hið tígulega — allt á sinn stað í
Harlem. Af aldagamalli reynslu af því
að vera svartur í óvinveittum heimi
þekkja þeir á auga lifandi bragði hver
er ekta og hver falskur.
Sameinað afl.
Ef til er eitthvert sameinandi afl í
Harlem þá er það kirkjan. Þó að
deildir hennar séu margar verka þær
sameinandi á mannfélagið. Framar
öllu leitar samfélagið lausnar
persónulegra og opinberra vandamála
hjá kirkjunni. Það kemur oft fyrir að
kirkjan í Harlem telur sig knúna til að
eiga frumkvæði í félagslegum,
hagfræðilegum eða pólitískum
málum sem að öllu jöfnu heyra ekki
undir hana.
Moran Weston, prestur við St.
Philips biskupakirkjuna, segir: ,,Það
er ekki hægt að einangra Harlem eins
og vandamálin þar séu á einhvern
hátt sérstæð og ekki hægt að bera þau
saman við lík fyrirbæri annars staðar í
þjóðfélaginu. Harlem er aðeins skýrt
dæmi um hvað er rangt í stóra
samfélaginu. ”
Moran Weston segir að lausn allrar
þjáningar Harlem liggi í menntun og
leiðtogum. Harlem á fólk sem hefur
bolmagn til að bæta hlutina. Fólk
sem hefur óseðjandi lífslöngun,
endalausan sveigjanleika og ósigrandi
skopskyn.
Lífið í Harlem er alltaf opinberun
og aldrei meira en í dauða. Það er
ekki langt síðan ég var viðstaddur
jarðarför konu sem bar ættarnafn
mikillar ættar Suður-Ameríku sem
átti rætur sínar að rekja til þrælatíma-
bilsins. Hún var frá Alabama,
kannski sextíu ára er hún lést, hafði
alið mörg börn og búið í Harlem.
Þegar hún lést var hún aðstoðar-
kennari í skóla í Harlem.
Tveimur árum áður eða svo hafði
hún lokið prófum sem veittu henni
aðgang að skóla þar sem hún lagði
stund á listfræði til BA prófs. Hún
ætlaði sér að ná doktorsgráðu í þeirri
grein er fram liðu stundir.
Ég kveð hana að hermannasið því
að andi hennar holdi klæddur er hinn
ósigrandi andi Harlems: Ábótavant,
jafnvel þegar best gekk, en hversu illt
sem útlitið var, þrungið
aðlögunarhæfni. Þegar fátæktin
þjakaði hana og vonir hennar, eigin-
mannsins og barnanna brustu,
barðist hún, brosti og dansaði. Og
þannig er Harlem. ★