Úrval - 01.05.1981, Side 65
HÆTTUM AÐ RÍFAST
63
2. Þegar aðrir reyna að koma þér
inn í deilur, vendu þig þá á að nota
setningar sem byrja á ,,þú” en ekki
,,ég”. Til dæmis: ,,Þú ert reiður af
því að ég þvoði ekki fyrir þig,”
heldur en setningu á borð við: ,,Eg
þarf þess ekki.” Ef aðrir eru reiðir
mundu þá að þeir eru það og þú þarft
ekki að taka þátt í því.
3. Ekki bera hegðun annarra saman
við þína eigin. Ef börnin þín fá lágar
einkunnir líttu þá þannig á að það sé
þeirra val. Hjálpaðu þeim að skilja að
þau þurfi að bera afleiðingacnar sjálf.
Láttu hegðun þeirra ekki verða upp-
sprettu reiði þinnar.
4. Farðu úr herberginu. Þegar þú
fínnur að þú getur ekki sigrað í fjöl-
skyldudeilu muntu komast að því, ef
þú reynir, að það er auðvelt að hverfa
úr herberginu og láta hinn aðilann
hugsa sitt mál í ró. Ef hægt er að
koma því þannig fyrir að allir aðilar
geti verið einir og hugsað sitt ráð þá
verða engardeilur.
5. Reyndu að haga gerðum þínum
þannig að vilji þinn skiljist berlega, í
stað þess að eyða miklum orðaflaumi
til þess. Ef drengurinn þinn brúkar
ljótt orðbragð láttu hann þá vita að
þú hlustir ekki á svona orðbragð. Og
svo geturðu lagt áherslu á orð þín
með athöfn. Til dæmis skaltu neita
að keyra hann í næsta partí. Þegar
hann kvartar skaltu rólega minna
hann á að þú hafir ekki áhuga á að
vera í þjónustu ókurteisra aðila.
6. Ræddu ekki málin þegar reiði
liggur í loftinu. Ef barnið kemur of
seint í kvöldmat skaltu ekki æpa á
það. Talaðu við það þegar það er ekki
í varnarstöðu vegna atburðarins.
7. Ef einhver beitir ókurteisi til að
koma í veg fyrir að þú gerir það sem
þig langar til láttu hann þá sjá að
hegðun hans stjórnar ekki gerðum
þínum. Segjum sem svo að það sé
laugardagskvöld og eiginmaðurinn
liggi uppi í sófa og segi: ,,Ég held ég
nenni ekki í bíó.” Þá segir þú: ,,Ég
ætla að fara í bíó.” Og farðu svo. Ef
þú gerir þetta nokkrum sinnum
hættir hann þessari pirrandi fram-
komu.
8. Reyndu að fresta reiðinni. Þegar
þú ert reiður. gefðu þér þá 60
sekúndna umhugsunarfrest. Minntu
sjálfan þig á að framkoma hins
aðilans er ekki næg ástæða til að verða
reiður. Töfin gefur þér ráðrúm til að
ákveða hvort þig langar raunverulega
til að rífast eða ekki.
9. Þegar þú ert enn einu sinni
nærri farinn að rífast um sama
„gamla” málið, reyndu þá að vera
nálægt andstæðingnum. Þú kemst að
því að það er mjög erfitt að vera
reiður við þann sem þú snertir. Þegar
þú hefur róast ertu fær um að gera
grein fyrir hvað það er sem þér líkar
ekki.
10. Mundu að það sem aðrir halda
fram þarf alls ekki að vera þín
skoðun. Ef eiginmaðurinn segir að þú
sért heimsk, farðu þá ekki að leggja
áherslu á orð hans með því að reiðast
— nema þú gerir hans skoðun mikil-
vægari en þína eigin. Ef þú lærir að