Úrval - 01.05.1981, Side 66
64
gera svona orð að engu kemstu að
því að hann hættir svona sleggju-
dómum vegna þess að þeir ná ekki
þeim árangri sem ætlast var til.
í RAUN OG sannleika væri hægt
að binda enda á allar deilur milli fjöl-
skyldunnar, hjóna, tengdafólks og
kunningja ef við hefðum hugföst
þessi viturlegu orð Roberts Frosts:
ÚRVAL
,,Við elskum allt vegna þess sem það
er.”
Fyrst þegar þú hættir að vonast af
öðrum að vera það sem þú vilt að þeir
séu og tekur fólk eins og það er, þá
skilurðu skilgreiningu Frosts á ást-
inni. Og þegar þú hefur þessi orð að
leiðarljósi í samskiptum þínum við
aðra hverfa „gömlu” deilurnar eins
og dögg fyrir sólu. ★
Þegar bróðir minn byrjaði að selja flmmtíu kílóa kartöflusekki á bíla-
þjónustumiðstöðinni sinni gerði þetta uppátæki nokkrum
kaupmönnum í nágrenninu gramt í geði. Stórmarkaðseigandi nokkur
ók inn á stöðina einn daginn og spurði hann: , ,Síðan hvenær hefurðu
selt kartöflur?”
„Frá sama degi og þú hófst að selja ísvarann,” svaraði bróðir
minn.
—J. M.
Ég var að flytja í nýtt prestakall og var á kveðjuyfirreið milli sóknar-
barnanna þegar eitt roskið sóknarbarn sló mér þá gullhamra að halda
því fram að næsti prestur gæti ekki tekið mér fram.
, ,Vitleysa, ’ ’ sagði ég, en þó nokkuð upp með mér.
,,Ekki bara,” sagði konan, ,,ég er búin að vera hérna í tíð fimm
presta og alltaf hefur sá nýi verið verri en sá sem fór. ”
— E.D.
Vinir okkar sem búa með skóg á allar hliðar hafa útbúið smádyr á
húsinu sínu þar sem kettirnir þeirra komast út og inn frjálsir ferða
sinna. Þegar mjög kalt er skríða kettirnir oft upp f rúmið þeirra til að
njóta ylsins af húsbændunum. Hjónin eru því löngu orðin vön því að
litlir loðnir skrokkar séu hér og þar um rúmið. Morgun einn er
óvenjukalt var og snjóþungt sá húsbóndinn þó óvænta sjón er hann
vaknaði, fullvaxinn þvottabjörn sem hnipraði sig steinsofandi
þéttingsfast upp að konunni hans.
— B.B.