Úrval - 01.05.1981, Qupperneq 94
92
ÚRVAL
Vitaskuld varð Lampo orsök
mikilla umræðna milli stöðvarstjór-
ans, bremsumannanna, sporskipti-
mannanna, kokksins á matstofunni
og konunnar í blaðasölunni. En
enginn gat getið sér til um skyn-
samlega skýringu á flakki Lampos.
Hvernig fór hann að því að finna
alltaf réttu lestina heim til Campiglia
aftur? Sumir héldu að hann hefði
lært að þekkja spjöld sem auðkenndu
vagnana, svo sem ,,Róm-Tórínó” eða
,,Genúa-Róm”.
Aðrir álitu að hann hefði lært að
telja og þekkja númerin þegar hann
heyrði næstu brottför tilkynnta í
hátölurunum. Það var enginn endir
á frumlegum tilgátum.
Ég fyrir mitt leyti taldi að fyrstu
ferðir hans hefðu orðið fyrir tilviljun
eða slembilukku. Seinna hlýtur að
hafa runnið upp fyrir honum að til
þess að komast til baka var nauðsyn-
legt að komast á lest sem fór í gagn-
stæða átt.
En hvernig var hægt að skýra það
að stundum fór Lampo af lestinni frá
Flórens — sem er á aðalleið — og við
þau tækifæri bárust fréttir af honum
á stöðvum við hliðarlínur út frá aðal-
línunni. Hafði hann líka sett á sig
áætlanir smálestanna?
Eftir því sem Lampo komst betur
upp á lag með að nota lestarnar urðu
ferðir hans tíðari, flóknari og dular-
fyllri. En hann sneri alltaf aftur til
Campiglia. Hann leyfði sér meira að
segja þann lúxus að fara með lest sem
var á leið suður á bóginn og koma
svo aftur með annarri lest sem líka var
á leið suður á bóginn. Hann hlýtur að
hafa farið af lestinni í Grosseto,
Civitavecchia eða í Róm og síðan
orðið á sú skyssa að fara til baka með
forgangslest sem ekki nam staðar í
Campiglia heldur fór með hann til
Livorno, þaðan sem hann fann svo
lest til baka.
Þetta kom þó ekki fyrir nema einu
sinni — hann gerði aldrei sömu
mistökin tvisvar — og upp frá því
forðaðist hann forgangslestirnar. Við
neyddumst til að viðurkenna að hann
hefði eitthvert sjötta skilningarvit.
Þessi hundur var fæddur til að
ferðast.
Stundum skemmtu jámbrautarstarfs-
menn sér við að festa útrunna farmiða
um hálsinn á honum: miða aðra leið,
miða báðar leiðir, vikumiða og
mánaðarmiða og eftirlíkingu af járn-
brautarvegabréfi, með áletruninni:
„Ferðaleyfi fyrir Lampo járnbrautar-
hund’ ’. Lampo var stoltur af þessu og
urraði grimmdarlega ef einhver
reyndi að ná þessu af honum.
ÞÖTT SUMIR STARFSMENN væru
tilbúnir að láta reglugerðir járnbraut-
anna sem vind um eyru þjóta og
skeyta engu um ólöglegar ferðir
Lampos voru aðrir strangari. Þeir
voru hvorki illgj arnir né smámuna-
samir heldur verður því ekki á móti
mælt að laus hundur í lest er ekki
hættulaus. Ef hann glefsaði til dæmis
í farþega voru þessir menn ábyrgir.
Þess vegna var stöðugt haft auga