Úrval - 01.05.1981, Qupperneq 98
96
ÚRVAL
lúrði friðsamlega í sínu horni. Ég gat
farið með hann heim aftur en eina
ráðið til að vera viss um að hann væri
þar kyrr var að halda honum
bundnum í garðinum dag út og dag
inn. Frelsið var honum jafnnauðsyn-
legt og lífsloftið. Hvernig gat ég
haldið honum bundnum, haldið
honum frá vinum hans, frá stöðinni
hans, lestunum hans?
Ég ræddi þetta við annað starfsfólk
stöðvarinnar. Loks ákváðum við að
senda hann burtu á sama hátt og
hann kom: setja hann um borð í lest
sem færi svo langt sem mögulegt
væri.
Tóm lest var á leiðinni suður á
bóginn og átti hvergi að stansa.
Lestarvörðurinn hét mér því að láta
hundinn af langt, langt í burtu, milli
stöðva, á opnu landi.
Við vorum öll viðstödd til að
kveðja hann. Lampo horfði á okkur
dapurlegum og biðjandi augum ofan
úr flutningavagni. Þegar eimpípan
vældi lokuðum við dyrunum og lestin
tók að bifast. Við horfðum þegjandi
á eftir henni þangað til hún var orðin
að litlum depli úti við sjónarrönd.
Við söknuðum Lampos. Okkur
þótti langt síðan við sendum hann frá
okkur. En það voru aðeins tveir dagar
liðnir þegar ég sá þennan sama lestar-
vörð stíga niður úr vagni.
,,Við fengum skelfilegt veður,”
sagði hann. „Hundurinn stökk af
milli Anzio og Nettuno þar sem við
urðum að stansa af því veðrið hafði
laskað brú. Hann hljóp út á akrana.
Við héldum áfram okkar störfum,
hljóð í fasi. ,,Það er ekki nema 250
kílómetra héðan,” sagði ég. ,,Hann
verður kominn hingað eftir fáeina
klukkutíma. ”
Rétt var það: Lampo kom
skokkandi af hraðlest frá Róm og
fagnaði okkur vel.
Þetta kvöld settum við hann á
hraðlest til Napólí. En að þessu sinni
gættum við fullra varúðarráðstafana.
Við lokuðum hann inni í hundabúri í
farangursvagninum og lestarvörður-
inn hét því að við komuna til Napólí
skyldi hann flytja hann í aðra hraðlest
sem færi ennþá lengra suður.
„Aldrei aftur!"
Nú hafði Lampo verið fimm
mánuði í burtu og enn varð mér oft
litið út í auða hornið þar sem hann
hafði svo iðulega sofið. Á hverju
kvöldi, þegar ég kom heim, spurði
Mirna: ,,Er hann kominn aftur,
pabbi?”
,,Ekki ennþá, Mirna mín, — en
hann skilar sér.” Ég vissi að ég var að
segja ósatt. En ég treysti mér ekki til
að segja henni satt.
Loks hætti hún að spyrja og ég var
farinn að halda að hún hefði gleymt
Lampo. En eitt kvöldið, þegar hún
var að fara að sofa, heyrði ég hana
bæta við kvöldbænirnar í lágum
hljóðum: ,,Góða María mey, þú en
svo góð. Passaðu Lampo, láttu
honum líða vel og látta hann rata til
okkar aftur.”
Seinna, þegar hún var sofnuð,