Úrval - 01.05.1981, Page 124

Úrval - 01.05.1981, Page 124
122 ÚRVAL ífebrúar, þegar farið er að draga úr frosti og heimskauta- nóttin er tekin að þoka fyrir deginum, berst hnnging hreindýrabjalla út yfir freðmýrina: Hreinahirðarnir á Kólaskaga streyma frá fjarlægum aðsetursstöðum til bæjanna til þátttöku í gamalgróinni hátíð þjóða norður- slóða. HREINDÝRA- HREIND ÝRAKAPPAKSTURINN 123 ***** NDALAUSAR Kólafreð- *[-----1* mýrarnar spanna yfir P hundruð lcílómetra; víðáttuna milli Barents- * ***** hafs og Hvítahafs. Það er margra daga ferð yfir hvíta, kalda flatneskjuna að næstu mannabyggð. Af þessum sökum leggja hreinahirð- arnir tímanlega upp í ferðalagið. Þeir sem koma seint til hátíðarinnar finna til sárrar niðurlægingar frammi fyrir löndum sínum. Og allt getur gerst á leiðinni: Stórhríð getur brostið á og öll kennileiti horfið undir snjð. I febrúar hafa hjarðirnar verið reknar saman, nægu fóðri hefur verið safnað og enn er góður tími fram að burði sem er mesti annatíminn. Hvers vegna ekki að taka sér frí frá vinnunni um tíma og hitta fjölskyldu og vini? Og þegar allt kemur til alls er hátíðin sjálf ekki tilgangslaus skemmtun. Aðalviðburður hennar, hreindýrakappaksturinn, dregur að sér þúsundir áhorfenda. Hvaða hreinahirði dreymir ekki um að eign- ast skarlatsborðann, æðstu viður- kenningu fyrir hugrekki og frækn- leik? Sagt er að í gamla daga hafi sigur- vegara hreindýrakappakstursins verið heilsað með djúpri hneigingu af öllum sem hann mætti allan ársins hring, að hann hafi átt úrslitaorðið um val á leiðum fyrir hjörðina og honum hafi verið boðinn besti maturinn og besta sætið við eldinn. Þannig hafa lappar heiðrað vöskustu og hæfustu menn sína allt frá því í gamla daga. Á okkar tímum hefur þessi hefð- bundna hreinaeykja-keppni þróast yfir í litríka hátíð hreinahirða, fiski- manna og veiðimanna. Hún hefst í Lovozero sem er héraðsmiðstöð á Kólaskaga. Hver sem kemur þangað í fyrsta sinn furðar sig á fegurð þessa gamla lappaþorps sem virðist reist á heimsenda. Tekjurnar af stærsta hreindýrabúi héraðsins, að viðbættu verulegu framlagi frá ríkinu, hafa gert það kleift að reisa þar margra hæða íbúðablokkir, sem jafnast á við það sem best gerist í héruðum miðsvæðis í Sovétríkjunum. I þorpinu eru verslanir, skólar, barna- heimili, hvíldarheimili, kvikmynda- hús, matstofur og þvottahús. Á götunum má sjá ýmis farartæki: Sérstaka þungaflutningabíla fyrir norðurhéruðin, víðavangsfarartæki og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.