Úrval - 01.05.1981, Side 130
128
ÚRVAL
I meir en tólf ár hafa tennur mínar verið í stöðugri viðgerð, þess
vegna var ég upp með mér eftir tvær síðustu heimsóknirnar til
tannlæknisins þegar hann sagði mér að það þyrfti ekkert að gera við.
„Ekkert að gera við,” sagði ég himinglöð. „Ekkert að gera við í
heilt ár! ’ ’
,,Úr því sem komið er er aðeins eitt sem gæti komið upp á með
tennurnar þínar,” sagði hann og brosti. ,,Og það er kallað málm-
þreyta.” —D.H.
Á veitingahúsinu pantaði ég mér einn skammt af megrunarfæði.
Þegar ég hafði lokið við hann pantaði ég eplaköku. Þjónustustúlkan
sagði mér að engin væri eftir.
Þegar ég stóð upp til að fara sá ég þessa sömu þjónustustúlku vera
að bera fram eplaköku. Hún tók eftir undrun minni og sagði: ,,Ég
gat bara ekki fengið af mér að láta þig hafa eplaköku þar sem þú
pantaðir megrunarskammtinn. ” — D. S.
Kemur út mánaðarlega. Útgefandi: Hilmir
hf., Síðumúla 12, Reykjavík, pósthólf 533,
sími 27022. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar,
sími 66272. Afgreiðsla: Blaðadreiíing, Þver-
holti 11, sími 27022. — Verð árgangs 200,00 nýkr. — I lausasölu
18,00 nýkr. heftið. Prentun: Hilmirhf. ___________________
Úrval