Stjörnur - 01.06.1948, Page 2
*
Óskasíðan
¥
HÉR KEMUR saga af Ingrid Bergman
og viðskiptum hinnar frægu sænsku leik-
konu og fyrri húsbænda hennar. Það er
táknræn saga fyrir hana.
Ingrid Bergman er „ný“ í hverju hlut-
verki, sem hún leikur. Engin lifir sig
sem hún inn í þá persónu, sem hún á
að tákna og túlka. Kvikmyndaherrarnir
í Elollywood segja: Það er engin sérstök
tegund hlutverka, sem hæfa henni, að-
eins þau, og einungis henni. Hún getur
tekið við hvaða hlutverki sem vera skal
og skilað því með prýði.
Og þeir eru ekki einir um þá skoðun.
Þetta segja allir — nema Ingrid Bergman
sjálf. Þegar í ráði var að kvikmynda
ævi hinnar frægu frönsku stjörnu Sarah
Bernhardt lagði David Selznick mjög
fast að Ingrid Bergman að leika hinn
mikla fyrirrennara sinn í kvikmynda-
listinni.
En Ingrid Bergman svaraði:
— Nei, ég treysti mér ekki til þess,
Sarah Bernhardt bar öll svipeinkenni
síns franska uppruna, en ég hinsvegar
míns norræna.
Við þessu fekk hún hið kaldhæðna
svar:
— Hvað kemur það að sök. Nú man
engin bíógestur eftir útliti Sarah Bern-
hardt. Hver haldið þér að viti að þér
séuð ekki lík henni?
— Ég sjálf, svaraði Ingrid Bergman,
og við það sat.
av. A næstíunni munum við birta
stóra mynd af Ingrid Bergman í nýjasta
hlutverki hennar í kvikmyndinni „Mærin
frá Orlean", en hún leikur, Jóhönnu
hina frönsku frelsishetju og píslarvott.
Þá mun og fylgja grein.
EVELYN KEYES komst að í kvik-
myndum m. a. af því 'hún var með ólakk-
aðar neglur. Hin gamli Cecil B. DeMille,
leikstjórinn frægi hatar lakkaðar neglur
og hann tók eftir því, er Evelyn Keyes
kom fyrst á fund hans, að hún var
snyrtileg stúlka og falleg, en notaði ekki
fegrunarmeðul í óhófi. Kannski hefur þá
gamli maðurinn skotrað augum að fót-
um hinnar verðandi stjörnu, því hún er
nú fræg fyrir það meðal annars að eiga
fegurstu fæturna í Hollywood, og er þá
mikið sagt.
EVELYN KEYES dansar af mikilli
list og fær ekki að fela sína „göngu-
teina“. En hún kann fleira en að dansa.
Hún er prýðileg leikkona og því fer fjarri
að hún beri allt vit sitt í fótunum. Hún
er gáfuð kona og leyfir sér að hafa per-
sónulegar skoðanir, sem ekki eru vinsælar
allsstaðar í ættlandi hennar.
Hún er fædd og uppalinn í Atlanda í
Georgiufylki, en það er eitt af suður-
fylkjum Bandaríkjanna þar sem ríkir
ævarandi stríð milli hinna hvítu og svörtu
íbúa — ættingjar hennar og æskuvinir
eru svarnir negrahatarar. Engu að síður
hefur hún sjálf tekið ákveðna afstöðu gegn
svertingjaofsóknum og hún umgengst
Paul Robeson og Lenu Horn sem vini
og jafningja, en það gera ekki allir í
Hollywood.
EVELYN KEYES hefur leikið í mörg-
um myndum, sem hér hafa komið. Hún
telzt nú til hinna stærri stjarna. Hún er
gift John Huston, eins og sagt var frá í
smá klausu í síðasta blaði.
ÓSKAMYNDIN á 3. síðu er auðvitað
af Shirley-Temple.
2 STJÖRNUR