Stjörnur - 01.06.1948, Page 15
allfast að fá Mariu sína, 'því hvernig
í ósköpunum thefði hann átt að geta
verið án ,'hennar. Hún er honum bók-
staflega allt í öllu, 'hann getur ekki
af ihenni séð nokkra stund, hún er
■hans Ihægri hönd hvar sem hann er
og hvert sem hann fer. Oll samvist-
arár þeirra hefur hún farið með hon-
um í óperuna í hvert einasta sinn,
sem hann höfur komið fram, hún
hefur orðið að vera í klæðaherberg-
inu hans á bak við tjöldin eða meðal
áheyrenda — stundum hvorttveggja.
Þegar hann er í söngferðum sem
gestur víðsvegar um heim, er það
hún, sem ihugsar fyrir öllu og sér
um allt. Hún er meir en fjármála-
ráðunautur hans, hún sér að öllu
leyti um fjármá’l hans, gerir samn-
inga fyrir hans hönd, annast bréfa-
skriftir fyrir hann og leggur orð í
belg, þegar blaðamenn koma í heim-
sókn.
Heimili þeirra 'hjóna er í New
York — í Hollywood eru þau aðeins
sem gestir — og því er stjórnað af
röggsemi og myndarskap. Þangað
þykir öllum gott að koma, enda eru
þau virasæl. Lauritz Meldhior kann
iíka vel við sig heima, hann er gef-
inn fyrir kyrrð og makindi, en hrók-
ur alls fagnaðar í hópi vina og gesta.
En Ihver skyldi trúa því að Laur-
itz Melchior stundi villidýraveiðar.
Rezta skemmtun hans er nefnilega
að fara í veiðiferðir, og ihann er hin
prýðilegasta skytta. Rádýrsskinnið,
sem hann ber með gerfi „Siegfrieds",
er af dýri, er söngvarinn 'hefur sjálf-
ur að velli lagt. I 'sumarleyfum sín-
um fer Meltíhior til Norður-Dakota
að veiða villinaut, istundum fer hann
alla leið til Suður-Ameríku og skýt-
ur enn virðulegri dýr t. d. jakúar.
I því á Lauritz Meldhior sammerkt
með flestum löndum sínum að hann
er veikur fyrir góðum mat, og verð-
ur þó að borða í hófi. I því sem öðru
vakir frú Maria yfir honum og sér
um að hann verði ekki nema hæfi-
lega feitur eða rúmlega það.
Lauritz Meldhior þykir gaman að
lifa, honum þykir vænt um alla og
öllum þykir vænt um hann, sem
hafa heyrt hann eða séð, þótt ekki
sé nema í útvarpi eða í kvikmynd.
I einkalífi sínu er hann sami góð-
l'yndi, gæfumaðurinn sem á opin-
berum vettvangi. Konan hans segir:
„Lauritz hefur ekki látið frægðina
og framan breyta sér, hann er auð-
mjúkur þjónn listar sinnar, eins og
góðum listamanni ber að vera, það
þykir mér vænst um af öllu góðu
í fari hans“.
* * Kvikmyndaleikararnir leggja
mjög fyrir sig bólkagerð og seljast
bækur þeirra í stórum upplögum.
Jon Hafl, sá íslenzkættaði, hefur rit-
að bók sem hann nefnir „Dagbók
konu minnar“. Hans frú heitir
Frances Langford. Errol Flynn hef-
ur samið þrjár 'bækur, George Sand-
ers tvær.
STJÖRNUR 1 5