Stjörnur - 01.06.1948, Page 37

Stjörnur - 01.06.1948, Page 37
■að, sem ;það er, S'kal ég leggja trún- að á það að þér sé alvara. Hún horfði á hann og kinkaði kolli. — Jæja, eins og þú vilt. Kom- um þá. — Hvert? spurði hann. — Það er geymt í húsi við höfn- ina í Teckettleeyju. Eg er með lyk- ilinn. Nú er bara að framkvæma verkið, og síðan skiljum við aldrei — ég og þú, Johnny. Þegar þau komu á ákvörðunar- staðinn tók hún upp lykilinn og ætlaði að opna útidyrahurðina. En hann bað hana að fara gætilega og lagði við hlustir. Lilah leit spyrj- andi á hann. — Hefurðu beðið lengi, Sam, hrópaði hann og greip til skamm- byssu sinnar. Enginn svaraði, en nú heyrði Lilah einnig eitthvert þrusk innan úr húsinu. Johnny s'kaut í sundur læsinguna og sparkaði hurð- inni upp á gátt. Gangurinn var mannlaus. Li'lah fylgdi honum eftir inn í húsið. Allt í einu rak hún upp hljóð og starði á stigann, sem lámpp í efri hæðina. Gusty stóð þar með skammbyssu í hendinni og beindi að þeim. Slíkann hafði hún aldrei séð hann ásýndum. Hann virtist svo drukkinn, að hver eðlilegur dráttur í andliti hans var strokinn burt, grát- bólgin augun störðu af vitfirrings- legum tryllingi, eins og þau væru að því komin að springa, föt hans öll voru rifin og þvæld. Hann þok- aðist nær þeim varfærnum skrefum. Hann hrópaði til Johnny að sleppa byssunni. — Ég er lifandi, Lilah, grét hann. — Því áttirðu ekki von á. — Gusty, Gusty, hrópaði Lilah dauðskelfd að baki Jo<hnnys. — Lof- aðu mér að tala við þig. — Nei, ösikraði Gusty. — Aldrei framar. Ég veit að þú hefur komið til að sækja gullið. Þú, sem hafðir lofað því að allt skyldi verða gott á milli okkar og við skyldum verða svo hamingjusöm, ef ég gæti klófest gullið. — Aðeins ég og þú, sagð- irðu. Það var þín vegna, sem ég fór sem leynifarþegi um 'borð í „Emma- line“, þótt ég hefði andstyggð á að fara á sjó . . . Fyrir þig vildi ég gera al'lt . . . allt . . . vegna þess að ég elskaði þig . . . og þú gerðir mig að morðingja . . . Og þig, Johnny, hata ég, hata ég . . . Það var ég, sem skaut föður þinn . . . Stattu kyrr Johnny, annars skýt ég . . . — Enginn maður reyndist þér betri vinur en faðir minn, sagði Johnny hörkulega. — Slepptu byss- unni, Gusty, nú er nóg komið . . . Hönd Gusty skalf, hann miðaði byssuhlaupinu til skiptis á Johnny og Lilah, hann stundi, og svitinn lalk í taumum niður andlit hans. Loks beindi hann 'byssunni ákveðið að Johnny. Hann veitti því ekki athygli, að hurðin að baki hans var opnuð og ungfrú Drumm kom út í ganginn. Hún var ekki sjálfri sér lík, andlit hennar var afskræmt eins STJÖRNUR 37

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.