Stjörnur - 01.06.1948, Side 46

Stjörnur - 01.06.1948, Side 46
Það var eitthvað framandi og þvingað í fari hennar ,sem kom Minnie á óvart. I sakleysi sínu hélt hún að það stafaði af hinum langa viðskilnaði þeirra, þangað til Laura sagði upp úr þurru: — Minnie, hver heldurðu að hafi verið hér fyrir nokkrum kvöldum? Minnie leit upp frá ferðatöskunni. — Það veit ég ekki. Einhver, sem ég þekki? — Já. — Eg er engu nær. Það er svo langt síðan ég var hér síðast, að ég held næstum að ég hafi gleymt öllum nágrönnum þínum. -— Það var herra Winter. Minnie stóð hægt á fætur; daufur roði kom fram í vanga 'hennar ,og hún flökti augunum. — William! Kom hann hingað? sagði hún lágt. — Já. Laura leit undan. — Þú mánst að ég sagði þér að við hefðum hitzt á dansleik skömmu áður en þú sigldir? — Já, ég man það. — Jæja, ég bauð honum þá að heimsækja mig, ef hann yrði einhverntíma á ferð hér í nágrenninu ,og fyrir um það bil ári síðan þáði hann boðið. — Einmtt það. Dauflegt bros færðist yfir titrandi varir Minnie. — Var konan hans með honum? spurði hún. — Nei, og Minnie . . . rödd Lauru lýsti niðurbældum ákafa. — Eg minntist aldrei á það í bréfunum til þín; ég hélt hann kærði sig kannski ekki um að ég segði þér það, en — liún er farin frá honum — þau eru skilin. •— Skilin! Minnie greip um borðröndina til að styðja sig. — Skilin? endurtók hún líkt og úti á þekju. —■ Já. Laura skotraði til hennar augunum, en leit strax undan aftur. •— Hann sagði mér allt saman, í trúnaði auðvitað, en ég veit ég má treysta því, að þú látir það ekki fara lengra. Það var á stríðsárunum, eða rétt eftir styrjaldarlokin. Hún hafði kynnst öðrum manni meðan William — meðan herra Winter var í hernum. Hún fór burt með þessum náunga, og herra Winter hefur fengið skilnað. Minnie stóð hreyfingarlaus,, og það var eins og hugur hennar væri lamaður. William var skilinn — þá var hann frjáls! Þá gat hann gift sig aftur. Hún leit snöggt til Lauru, og grunsemdir, sem þó virtust ástæðulausar, tóku allt í einu að vakna í hjarta hennar. —• Þú hefðir átt að skrifa mér um þetta, sagði hún hranalega. — Þú máttir vita að ég myndi — hafa áhuga á þessu. — Eg vissi ekki nema herra Winter væri því mótfallinn, sagði Laura afsak- andi. — Eg hugsaði með mér, að ef hann kærði sig um að segja þér frá þessu, þá myndi hann skrifa þér það sjálfur. — Já, auðvitað. Minnie hafði enn ekki fullt vald á hugsunum sínum; hún var haldin ein- kennilegum stjarfa, og það var eins og hún væri að hlusta á eitthvað, sem kæm.i henni í rauninni ekkert við. — Svo William hefur komið að heimsækja þig, sagði hún loks og reyndi að sýnast eðlileg. 46 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.