Upp í vindinn


Upp í vindinn - 01.05.1996, Blaðsíða 6

Upp í vindinn - 01.05.1996, Blaðsíða 6
V IÐTAL Halldór Blöndal, samgönguráðherra Hvert er mat þitt á núverandi staðsetningu flugvallarins í Reykjavík? Það er auðvitað kostur bæði fyrir Reykjavík og landsbyggðina að flugvöllurinn skuli vera svo nærri miðbæ Reykjavíkur. Það eykur á hag- kvæmni hans og styrkir þar með samkeppnisstöðu flugsins, sem óneit- anlega hefur veikst eftir því sem vegirnir hafa batnað. Nú þegar er búið að leggja niður áætlunarflug til Snæfellsness og Blönduóss. Af því hafa menn dregið þá ályktun að flestir telji bílinn hentugri kost en flugvél ef fjarlægðin er innan 250 km eða svo. Með Hvalfjarðargöngum styttist leiðin vestur og norður um 42 km og telja ýmsir að það muni hafa veruleg áhrif á flugumferð til Sauðárkróks a.m.k., - ég tala nú ekki um ef vegur verður lagður frá Sauðárltróki um Þverárfjall og niður Laxárdal. Það er sérstaklega mikilvægt í rysjóttri tíð að flugvöllurinn sé við miðbæ Reykjavíkur þegar alltaf má búast við töfum eða flug fellur kannski niður. Verulegur fjöldi flugfarþega, ekki síst yfir veturinn, á erindi í opinberar stofnanir í miðbæ Reykjavíkur eða er að leita sér lækninga. Svo er það auðvitað þýðingarmikið fyrir ferðaþjónustuna að flugvöllurinn sé í grennd við stærstu hótel og gististaði. Erlendir ferða- menn vilja nýta tímann sem best og þess vegna skiptir góð tenging við samgöngukerfi borgarinnar miklu máli. Hver yrðu hugsanleg áhrif þess á starfsemina ef flug- völlurinn yrði fluttur í útjaðar höfuðþorgarsvæðisins? Það hefur ekki verið á dagskrá enda er heppilegt landrými ekki fyrir hendi. Eini kosturinn væri að flytja innanlandsflugið til Keflavíkurflug- vallar, en þá myndi það tvímælalaust dragast mjög mikið saman. Aætl- unarferðum til Akureyrar stórfækkaði eða legðust nánast niður, en flugið myndi kannski haida velli á lengstu leiðum eins og til Egilsstaða og Isafjarðar en allur þlkostnaður myndi hækka og fargjöldin sömu- leiðis. Sennilega risi lítill flugvöllur fyrir austan fjall fyrir Vestmanna- eyinga. I víðara samhengi er ljóst að flugkennsla myndi eiga erfitt uppdráttar á Keflavíkurflugvelli og svo megum við ekki gleyma því að mikil umsvif fylgja Reykjavíkurflugvelli þannig að margir misstu atvinnuna eða töp- uðu verulegum tekjum ef flugvöllurinn yrði lagður niður. Hópferðabílar 8-70 manna ícitur Jótiasson Sími: 564 2030 V___________________________J Hvernig vei'ður staðið að endurbótum á Reykjavíkurflugvelli? Það eru viðræður í gangi milli flugmálayfirvalda og skipulagsyfirvalda Reykjavíkur, en það er fyrirhugaður fundur milli mín og borgarstjóra innan skamms, þar sem samgöngumál Reykvíkinga verða rædd. Ég á von á því að flugbrautirnar verði endurbyggðar í núverandi mynd hvað varðar legu, lengd og breidd. Æskilegast er að skipta um jarðveg og undirbyggja brautirnar með varanlegum hætti. Þetta verður þó aðeins gert að við höfum fullvissu fyrir því að vatnsbúskapur Vatnsmýrinnar skaðist ekki. Hvert er mat þitt á öryggismálum flugvallarins og hvað mætti betur fara? Oryggi á Reykjavíkurflugvelli er vel innan þeirra marka sem skil- greind eru af Alþjóðaflugmálastofnuninni þótt ljóst sé að ýtrustu stöðlum varðandi hindranir og öryggissvæði er ekki fullnægt. Til þessa er hins vegar tekið fullt tillit við hönnun blindaðflugs og annarra þátta varðandi notkun flugvallarins. Brýnt er að endurbæta flugbrautirnar sem ekki hafa rétt form, eru ósléttar og með lélegu malbiki, en það er í ósamræmi við þær miklu kröfur sem nú eru gerðar til slíkra mannvirkja. Þetta þýðir ekki að flugbrautirnar séu hættulegar fyrir þær tegundir flugvéla sem nota þær nú, enda er langt svið á milli þess hvort flugbraut sé í góðu lagi eða hvort hún sé beinlínis hættuleg. Hvað viltu segja um umhverfismál eða umhverfismat varðandi flugvöllinn? Um þessar mundir er verið að gera úttekt á vatnsbúskap flugvallar- svæðisins miðað við þá kosti sem til greina koma varðandi endurnýjun flugbrautanna. Engin áform eru uppi um að gera slíka úttekt varðandi hávaðamengun eða loftmengun enn sem komið er, enda liggur fyrir að engin aukning verður á siíkri mengun vegna endurbóta á flugvellinum þar sem hlutverk hans mun ekki breytast að ráði. Hins vegar telur flugmálastjórn mjög æskilegt að gera mælingar og rannsóknir á hávaðamengun við flugvöllinn þótt slíku verkefni verði varla komið í framkvæmd fyrr en á næsta ári. Mjög hefur dregið úr hávaðamengun frá flugvellinum á undanförn- um árum og áratugum, fyrst og fremst vegna þess að nýjar og hljóðlátari flugvélar hafa verið teknar í notkun. Á sama tíma hefur lítil breyting orðið á umferð um flugvöllinn. Þótt vísindalegar niðurstöður liggi ekki fyrir um þetta mál er ljóst að lítið berst af kvörtunum vegna hávaða frá flugvellinum. Þetta er þeim mun athyglisverðara þar sem byggð er víða mjög nálægt flugbrautum. Þá virðist nálægð við flugvöllinn ekki hafa áhrif til Iækkunar á verði fasteigna í nágrenni hans. Af þessu má draga þá almennu ályktun að mengun frá flugvellinum sé ekki mikil. Þó er nauðsynlegt að það sé rannsakað ítarlega. Hver er opinber nýting flugvallarins, er hann ætlaður sem varaflugvöllur fyrir Keflavílcurflugvöll, aðalvöllur fyrir ferjuflug, leiguflug og kennsluflug? Reykjavíkurflugvöllur er fyrst og fremst aðalflugvöllur innanlands- flugsins, en um hann fara tæplega 90% allra farþega í innanlandsflugi, 6 ...upp í vindinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.