Upp í vindinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Upp í vindinn - 01.05.1996, Qupperneq 52

Upp í vindinn - 01.05.1996, Qupperneq 52
SNJÓFLÓÐ Líkör i til útreikni: nga / 1 >CÍ 1 * / £ 1 / X askri( jlengd snjoí looa 1. Inngangur Snjóflóð og afleiðingar þeirra hafa verið í brennidepli í þjóðfélaginu í kjölfar tveggja hörmulegra slysa á síðastliðnu ári. Ljóst er að á nokkrum stöðum hér á landi býr fólk við óviðunandi hættu af völdum snjóflóða, hættu sem við höfum verið minnt illþyrmilega á að undanförnu, og nauðsynlegt verður að bæta úr á komandi árum. Mikilvægur liður í því að bæta þetta ástand er aukin þekking á snjóflóðum og snjóflóðahættu hér á landi, þekking sem við getum aðeins að hluta til flutt inn annars staðar frá en verðum að miklu leyti að byggja upp sjálf hér innanlands. Með bættu mati á snjóflóðahættu getum við brugðist markvissar við þegar hættan steðjar að, forgangsraðað aðgerðum til úrbóta og þannig aukið öryggi íbúa á þessum svæðum sem mest. Spám um snjóflóð og hættu af þeirra völdum má í stórum dráttum skipta í tvennt, annars vegar mat á því hvar snjóflóð geti fallið og hversu langt (hættumat, áhættumat), hins vegar spá um hvenær snjóflóð geti fallið (snjóflóðaspá). Hættumatið er gert út frá upplýsingum um staðhætti, snjósöfnun, snjóflóðasögu og fleiru, ásamt því sem styðjast má við líkön til útreikninga á skriðlengd snjóflóða, eins og nánar verður fjallað um hér að neðan. Slíkt mat er nauðsynlegt vegna skipulagningar byggðar á snjóflóðasvæðum, hönnunar varnarvirkja og stjórnunar aðgerða við yfirvofandi snjóflóðahættu. Við gerð snjóflóðaspáa er stuðst við mælingar á snjósöfnun og eiginleikum snjóþekjunnar, veðurspár og aðra þá þætti sem kunna að hafa áhrif á það hvort snjóflóð taki að falla. Slíkar spár eru nauðsynlegur þáttur til að koma í veg fyrir slys af völdum snjóflóða, sérstaklega við aðstæður eins og hér á landi þar sem veruleg byggð liggur innan hættusvæða. A Veðurstofu Islands er nú unnið að rannsóknum með það að markmiði að bæta þessar spár þannig að þær megi nýtast sem best til varnar mannskaða af völdum snjóflóða. Þróun reiknilíkana til útreikninga á skriðlengd snjóflóða hófst á árunum eftir 1950. Megintilgangurinn með slíkri líkangerð var og er enn þann dag í dag að spá fyrir um hvar snjóflóð geti fallið og hversu langt þau geti náð. Að sjálfsögðu segir snjóflóðasagan mikið til um snjóflóðahættu. En víðast er sagan stutt. Fram á síðustu ár hefur ekki þótt ástæða til að skrásetja snjóflóð nema þau sem tjóni hafa valdið. Bæir á snjóflóðasvæðum hafa stækkað mikið á síðustu áratugum og byggðin víða teygt sig inn á svæði þar sem ekki hefur verið fylgst með snjóflóðum. Þannig er snjóflóðasagan á helstu snjóflóðasvæðum Gunnar G. Tómasson lault prófi í byggingarverkfræói frá Háskóla íslands 1986 og doktorsprófi frá Massachusetts Institute of Technology árið 1991. Hann starfar nú sem dósent við umhverfis- og byggingar- verkfræðiskor H.Í., auk þess að starfa hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. hérlendis í besta falli 50 - 100 ára löng, en víða mun styttri. Það gefur því auga leið að algjörum tilviljunum er háð hvort snjóflóðasaga hvers staðar inniheldur þau stóru flóð sem við viljum varast, flóð með endurkomutíma 100-1000 ár eða hærri, þ.e. aftakaflóð. Slík flóð koma okkur því í opna skjöldu eins og dæmin sanna. Ein leið til þess að bæta upp þessa stuttu snjóflóðasögu er að freista þess að flytja reynslu af snjóflóðum milli staða, þ.e. skoða aðstæður sem valdið hafa aftakaflóðum í ákveðnum farvegum og spá fyrir um hversu langt flóð gætu fallið annars staðar ef sömu aðstæður sköpuðust. Hér koma reiknilíkön til hjálpar. Með þeim líkjum við eftir aðstæðum við þekkt snjóflóð og flytjum þá reynslu yfir á aðra staði þar sem slíkar aðstæður hafa ekki skapast á þeim stutta tíma sem snjóflóðasagan nær yfir, þótt ekkert virðist mæla móti því að þær geti skapast. Líkönum til útreikninga á skriðlengd snjóflóða má skipta £ tvo meginhópa. Annars vegar svokölluð eðlisfræðileg líkön, sem eiga það sam- eiginlegt að líkt er eftir ferð snjóflóðsins niður hlíðina með þeim eðlis- fræðilegu lögmálum sem það verður að hlíta. Hins vegar eru svokölluð staðfræðileg líkön, en í þeim er fyrst og fremst tekið tillit til staðfræðilegra þátta við spá um skriðlengd snjóflóða, þ.e. lögun og hæð þeirrar fjallshlíðar sem flóðið rennur niður eftir. Hér á eftir verður gerð stuttlega grein fyrir þessum tveimur gerðum líkana, kostum þeirra og göllum. 2. Eðlisfræðileg líkön Þróun eðlisfræðilegra líkana til útreikninga á skriðlengd snjóflóða hófst í Sviss á sjötta áratug þessarar aldar. Árið 1955 setti svissneski verkfræðingurinn Voellmy fram eftirfarandi líkingu fyrir hraða snjóflóðs á leið sinni niður hlíð: dv g — =gSin0-þlgCOS0- — V (!) Hér er halli hlíðarinnar á hverjum stað, v er hraði snjóflóðsins, h er þykkt þess, g er þyngdarhröðunin, en stikarnir ^ og |i lýsa núningi við botn og yfirborð flóðsins. Líkingin lýsir varðveislu skriðþunga, þ.e. öðru lögmáli Newtons. Á vinstri hlið hennar er hröðun flóðsins, en á hægri hlið þeir 52 ...upp í vindinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.