Upp í vindinn - 01.05.2011, Page 39

Upp í vindinn - 01.05.2011, Page 39
Girðingar á umferðareyjum k Arnar Þór Stefánsson nemi í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla fslands. á Guðmundur Freyr Úlfarsson Ph.D., prófessor og varadeildarforseti Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar Háskóla íslands. á Haraldur Sigþórsson Dr.-lng., lektor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík Daði Baldur Ottósson B.S. í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla fslands 2010, í Masters námi í Samgönguverkfræði við University of Washington. Inngangur irðingar hafa verið settar upp á umferðareyjum milli akbrauta til að aðskilja aksturstefnur víða um höfuðborgarsvæðið. Tilgangur girðinganna er að aðskilja umferð gangandi vegfarenda og vélknúinna ökutækja, sérstaklega er verið að koma í veg fyrir að gangandi vegfarendur fari yfir stórar umferðargötur á stöðum þar sem það er ekki talið öruggt, t.d. vegna umferðarhraða, umferðarmagns og annarra aðstæðna. Með þessum girðingum á að fækka alvarlegum slysum á gangandi vegfarenduin. I ljós hefur komið að girðingarnar sem eru notaðar hér á landi hafa reynst hættulegar ökumönnum og farþegum bifreiða. Eftir fund með ráðgjafa hjá Vegagerðinni kom í ljós að ekki eru til girðingar hér á landi sem framleiddar eru með þeim tilgangi að standa milli akreina. Hér kemur tvennt til, öryggi girðingarinnar þegar ekið er á hana og möguleg skerðing girðingarinnar á útsýni ökumanns. Grind flestra núverandi girðinga á umferðareyjum á höfuðborgarsvæðinu er svo þétt að ökumaður sem keyrir meðfram girðingu sér ekki vel (eða alls ekki) hvað er hinu megin við girðinguna. 39

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.