Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 6
SVEITARSTJÓRNARMÁL
6
Sveitarfélagaskóli
beint í símann þinn
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur
um langt skeið staðið fyrir námskeiðum
í upphafi kjörtímabils fyrir nýkjörið
sveitarstjórnarfólk þar sem farið er
yfir helstu atriði er sveitarstjórnarfólk
þarf að vita m.a. um starfsumhverfi,
skyldur og hlutverk sveitarstjórna,
fjármál sveitarfélaga og réttindi og
skyldur sveitarstjórnarfólks. Verkefni
kennslu“ eða „speglaðrar kennslu“ þar
sem sveitarstjórnarfólk fær aðgang að
stafrænum námskeiðum og síðan verða
áfram staðnámskeið að hausti eftir
kosningar þar sem áherslan verður á
umræður og raunhæf verkefni.
Hjá Opna háskólanum í HR er
umfangsmikil þekking og reynsla
af störfum og undirbúningi með
sérfræðingum sem taka að sér að vera
leiðbeinendur til skemmri eða lengri
tíma, við að miðla fræðslu, þekkingu
og þjálfun til fólks á öllum aldri. Hér
mætast því sérþekking úr ólíkum áttum, í
samstarfi um að móta skilvirka stafræna
fræðslu. Markmið verkefnisins er að
sveitarstjórnarfólk njóti upplifunarinnar af
náminu og tækifæri til að öðlast aukna
færni í störfum sínum.
Opni háskólinn í HR útvegar einnig
tæknilausnir til að gera upplifun að
námskeiðinu sem besta. Þannig verður
Sveitarfélagaskólinn aðgengilegur
í gegnum vefsíðu sambandsins og
notendavæn hönnun gerir það að
verkum að hægt er að nýta sér bæði
tölvur og síma við námið. Þannig getur
Bryndís Gunnlaugsdóttir
Lögfræðingur á lögfræði- og velferðarsviði
sambandsins
Valgerður Freyja Ágústsdóttir
Sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði
sambandsins
kjörinna fulltrúa eru margþætt og um
margt krefjandi og því hefur námskeiðið
verið yfirgripsmikið þar sem hratt er
farið yfir helstu grunn atriði í starfsemi
sveitarfélaga og sveitarstjórna. Auk
þessa hafa námskeiðin skapað
að einhverju marki vettvang fyrir
þátttakendur til að ræða við kollega
sína og starfsmenn sambandsins um
vangaveltur tengt sveitarstjórnarstörfum.
Ætla má að flest sveitarstjórnarfólk hafi
mætt á eitt eða fleiri slík námskeið ásamt
því að sum sveitarfélög hafa haldið á
eigin vegum fræðslu í einhverju formi fyrir
kjörna fulltrúa, bæði í sveitarstjórn og
nefndum.
Sambandið hefur um nokkurt skeið
haft áform um að koma þessari fræðslu
á stafrænt form, ekki síst til að gera
það aðgengilegra fyrir þátttakendur.
Kostirnir við stafræn námskeið eru að
námið verður sveigjanlegt, gagnvirkt,
skipulagt, þátttökumiðað og nemendur
fá virka endurgjöf þegar við á. Í því
skyni hefur sambandið hafið samstarf
við Opna háskólann í HR. Má í raun
segja að námskeið fyrir nýkjörið
sveitarstjórnarfólk verði í formi „flippaðrar