Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 20
vera sérfræðingar í fjármálalæsi heldur
að allir landsmenn hafi einhvern grunn
sem hægt er að byggja á. Við teljum að
með frekari áherslu á fjármálalæsi innan
grunnskólakerfisins mun það leiða til fleiri
öflugra og virkra samfélagsþegna.
Annað fag sem ungmenni hafa kallað eftir
er sérstakur áfangi um samfélagið og þau
tæki og tól sem menn þurfa að tileinka
sér. Samkvæmt núverandi kerfi nýta
grunnskólar u.þ.b. eina kennslustund á
viku í lífsleikni og okkur finnst þessir tímar
vera nýttir mis alvarlega. Um lífsleikni
segir í Aðalnámskrá grunnskóla að
hlutverk hennar sé m.a. eftirfarandi: ,, Að
styrkja á skapandi hátt áræði, frumkvæði,
hlutverk, ábyrgð og sjálfsmynd nemenda
þegar þeir standa frammi fyrir stórum
spurningum sem varða reynsluheim,
hugarheim og félagsheim þeirra“. Hér
er um að ræða mjög opið fag þar sem
skólunum er gefið mikið svigrúm til að
ákveða hvað fellur innan þess og hvað
ekki. Okkur finnst þessir mikilvægu þættir
fá alltof lítinn tíma innan kerfisins. Sumar
reynslusögur nemenda úr lífsleikni er
ekki kerfinu til framdráttar. Við teljum að
skólakerfið eigi að undirbúa nemendur
fyrir lífið og til þess þurfi lífsleikni að
fá meira pláss í kerfinu. Við viljum láta
hana heita ,,lífsfærni“ í stað lífsleikni. Í
henni fælist að undirbúa nemendur eins
vel og hægt er fyrir komandi átök. Til
að mynda kenna nemendum hvernig
samfélagið gengur fyrir sig, hvernig
maður sækir um vinnu, hver réttindi fólks
eru innan opinbera kerfisins og hverjar
eru skyldur samfélagsþegna. Að efla
í meira mæli sjálfsímynd nemenda og
sjálfsöryggi, gera skyndihjálp frekari skil,
ábyrgð á eigin heilsu bæði líkamlegrar og
andlegrar, hvernig á að virkja gagnrýna
hugsun og læra meira um námstækni.
Við teljum samfélaginu fyrir bestu að allir
20
formi núverandi bekkjakefis. Þroskastig
hvers einstaklings er mismunandi og
ekki eru endilega allir á sama stigi sem
fæddir eru á sama almanaksári. Er það
líklegra að tveir einstaklingar sem fæddir
eru í janúar séu nær hvor öðrum í þroska
en þeir tveir sem eru fæddir á sitthvoru
árinu t.d. 31. desember eða 1. janúar? Af
því leiðir teljum við að meira flæði innan
bekkjakerfis grunnskólans sé að hinu
góða og gæti þjónað nemendum betur.
Það sem veldur ungmennum miklum
áhyggjum er skortur á fjármálalæsi.
Þegar nemendur útskrifast úr grunnskóla,
þá komnir á 16. ár, hafa þeir fengið allt of
litla kennslu á þessu sviði. Fjármálalæsi
er mikilvæg undirstaða þess að geta
lifað í nútímasamfélagi og snertir alla
borgara næstum daglega. Ungt fólk,
jafnt sem aðrir, þarf að taka flóknar
ákvarðanir sem hafa áhrif á efnahagslega
velferð þeirra til lengri og skemmri tíma.
Slæmar ákvarðanir í fjármálum geta
haft langvarandi áhrif á einstaklinga,
fjölskyldur, fyrirtæki og þjóðfélagið í
heild sinni. Það er því merkilegt að
einungis fáir skólar leggja áherslu á
fjármálalæsi. Svo gantast menn með það
að Íslendingurinn kunni ekki að fara með
peninga! Þessu viljum við breyta. Með
núverandi áherslum innan skólakerfisins
teljum við skilaboð send á ungmenni
að þau þurfi ekki að læra um fjármál
nema að viðkomandi hafi sérstakan
áhuga á því. Ýtir það undir misskiptingu
innan samfélagsins eftir stöðu. Hér er
ekki verið að segja að allir þurfa að
nemendur tileinki sér færni sem getur
nýst hvenær sem er og í hvaða fagi sem
er. Þessar áherslur sem við nefnum geta
einnig verið samtvinnaðar öðrum fögum
en mikilvægt er að gera þeim hátt undir
höfði svo þær gleymist ekki í kerfinu .
Skólarnir gegni jú miklu stærra hlutverki
en einungis að kenna mönnum að lesa
og skrifa.
Við viljum minna á að aukin vanlíðan
meðal nemenda er ekki feimnismál heldur
kemur öllu samfélaginu við. Það er ekki
einungis hagsmunamál nemenda að búa
til öruggara umhverfi þar sem nemendur
geta blómstrað og dafnað. Við viljum að
skólakerfið leggi meiri metnað í að koma
á móts við nemendur innan kerfisins.
Í kennslu í dag er lögð mikil áhersla á
fræðslu um holla næringu og líkamlega
heilsu. Við teljum að geðheilsa eigi að
standa jöfnum fótum líkamlegri heilsu.
Það er ekki nóg að auka sálfræðiþjónustu
innan veggja skólans heldur einnig að
þjálfa nemendur í því hvernig hægt sé að
reyna að fyrirbyggja geðræn vandamál
eða vanlíðan. Þessu tengt er aukið
samskiptavandamál meðal ungmenna
áhyggjuefni. Óheilbrigð samskipti meðal
fólks er samfélagslegt vandamál sem
ekki verður breytt nema með fræðslu. Við
leggjum til að skólinn þurfi að taka aukna
ábyrgð á sig og hjálpa ungmennum að
efla heilbrigð samskipti. Hér gæti öflug
forvarnarfræðsla spilað stórt hlutverk.
Innan áfanga á borð við ,,lífsfærni“ myndi
samskipti og geðrækt geta fallið þar undir.
Við teljum að nemendur fái allt of litla
þjálfun í að styrkja og efla eigin andlega
heilsu og samskipti.
Mörg jákvæð skref hafa verið tekin á
síðustu árum innan skólakerfisins en ekki
er allur björninn unninn. Brottfall er enn
þá allt of hátt innan skólakerfisins og þá
sérstaklega drengja og vanlíðan og slæm
geðheilsa er stórt vaxandi vandamál.
Þó að engin auðveld lausn sé í sjónmáli
eigum við að sýna þor og kjark við að feta
aðrar leiðir til að bæta kerfið. Við teljum
að grundvallaratriði í því ferli sé að auka
samráð við nemendur við uppbyggingu
þess. Ef nemendur fá að koma meira að
borðinu getum við, í sameiningu, leyst
ýmsan vanda sem hrjá ungmenni í dag.
Guðlaug Ósk Svansdóttir, verkefnastjóri, og
Nói Mar Jónsson, formaður Ungmennaráðs
Suðurlands.
Við viljum minna á að
aukin vanlíðan meðal
nemenda er ekki
feimnismál heldur kemur
öllu samfélaginu við.
SVEITARSTJÓRNARMÁL