Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 18
Athygli sveitarstjórnarfólks er vakin á því að í lok vorþings voru samþykktar breytingar á kosningalögum nr. 112/2021. Þar segir um kjördag. 24. gr. Sveitarstjórnarkosningar. Almennar sveitarstjórnarkosningar fara fram annan laugardag í maímánuði sem ekki ber upp á laugardag fyrir hvítasunnu. Beri sveitarstjórnarkosningar upp á laugardag fyrir hvítasunnu skal kjördegi flýtt um eina viku. Landskjörstjórn skal auglýsa hvenær almennar reglulegar sveitarstjórnarkosningar skulu fara fram. Kjörtímabil sveitarstjórnar er fjögur ár. Þetta þýðir að kjördagur sveitarstjórnarkosninga er 14. maí 2022. 18 Hveragerðisbæjar síðastliðið sumar voru 10x tveggja vikna námskeið fyrir börn fædd á árunum 2010-2015. Aukning í skráningu á milli ára var 100%, úr 150 skráningum yfir í 300 skráningar. Sumarið var krefjandi og þessi mikla aðsókn sýnir þörfina á öflugu og faglegu sumarstarfi og eru hjólin strax farin að snúast innan veggja Bungubrekku varðandi hvernig best sé að mæta þeim þörfum. Skólaárið 2021-2022 er farið af stað og þar af leiðandi fjórða heila skólaárið þar sem frístundamiðstöðina Bungubrekka hefur yfirumsjón með frístundamálum Hveragerðisbæjar. Hvar stöndum við í dag og hver er ávinningurinn? • Stjórnendum í 100% stöðum fjölgaði úr einum yfir í tvo á milli skólaára 20/21 og 21/22. • 11 starfsmenn af 13 flytjast á milli skólaára. • Heildstæð starfsemi er að myndast þar sem 5 af 11 fast ráðnum starfsmönnum starfa bæði í frístundaheimilinu og félagsmiðstöðinni. • Kröfur og væntingar til starfsins frá samfélaginu er meiri. • Minna brottfall í frístundaheimilinu meðal barna sem eru að færast úr 1. bekk yfir í 2. bekk. • Húsnæðið er orðið betra og hentugra fyrir fjölbreytta starfsemi og ætti að nýtast fjölbreyttari markhóp. • Daglegt skipulag og tilgangur starfsins er skýrari. • Aukið samstarf við grunnskólann hefur skapað betri og heildstæðara aðhald í lífi barna. „Stöðnun er sama og dauði” sagði einn frístundaleiðbeinandinn á síðasta skólaári þegar nýjar breytingar voru gerðar á verkskipulagi í kringum eldhúsaðstöðu Bungubrekku. Það má segja að þessi setning bergmáli enn þá í húsnæðinu því þróun frístundamála í gegnum Bungubrekku er hvergi nálægt því að linna. Næstu skref sem stefnt er á að taka væru erfiðari í framkvæmd ef frístundaheimilið og félagsmiðstöðin væru enn þá sitthvor stofnunin með aðskilinn rekstur. Ástæðan fyrir því er sú að þær hugmyndir sem liggja á borðinu byggja á enn þá meiri samþættingu og samstarfi. Markmiðið er að Bungubrekka verði leiðandi afl í SVEITARSTJÓRNARMÁL „Bæjarstjórn hefur stutt heilshugar við þá starfsemi sem nú á sér stað í Bungubrekku og við þær breytingar á frístundastarfi íbúa sem breytt verklag felur í sér. Það er ljóst að frístundastarf er klárlega á mikilli uppleið í Hveragerði og auðvelt er að rekja stofnun Bungubrekku sem vendipunkt í því ferli. Ekki síður er ljóst að starfsemi Bungubrekku hefur vakið mikla athygli langt út fyrir bæjarmörkin og er núna einn af helstu kostum bæjarfélagsins hvað varðar þjónustu. Því mun bæjarstjórn áfram leggja ríka áherslu á frekari uppbyggingu á starfseminni enda er talið að með því skapist fjölskyldum enn betri skilyrði til búsetu og sístækkandi bæjarfélagi er slíkt afar nauðsynlegt.“ - Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. frístundamálum Hvergerðinga óháð aldri þeirra. Því þarf að finna þau verkefni sem við eru að glíma varðandi frítíma barna í sveitarfélaginu í samráði við grunnskólann, íþróttafélagið, foreldra og aðra þá aðila sem koma að daglegu lífi barna svo hægt sé að finna lausnir til þess að koma til móts við þau verkefni. Það felur einnig í sér að skapa jákvæðan vettvang fyrir fullorðna sem og aldraða sem gæti þar af leiðandi skapað miklu fleiri tækifæri og heildstæðara samfélag með aðkomu allra aldurshópa. Til þess að geta tekið þessi skref þarf frístundamiðstöðin Bungubrekka að verða lifandi afl, sem teygir anga sína út fyrir húsnæði og lóð. Sveitarstjórnarkosningar fara fram 14. maí 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.