Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 54

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 54
SVEITARSTJÓRNARMÁL Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi og áreitni gegn börnum 54 Alfa Jóhannsdóttir Forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga Börnum er kennt frá unga aldri að meta stærð sem ákveðið gildi. Við brosum framan í krílin okkar og segjum brosandi: „Hvað ertu stór!?“ og þau rétta upp litlu hendurnar sínar og teygja sig til himins til að gera okkur til hæfis. Það er erfitt að vera lítill og þurfa að standa á tám til að ná í hluti sem aðrir nálgast án allra vandræða. Það er erfitt að halda í við stór skref fullorðinna þegar fæturnir eru litlir. Það getur verið erfitt að halda á hlutum sem er ekki gerðir fyrir svona litla fingur. Börn klifra klaufalega og með erfiði upp á stóla, inn í bíla, upp stiga og treysta á stóra fólkið til að leiða þau á milli staða. Það er erfitt að ná ekki í hurðarhúninn, upp á salernið og sjá ekki út um gluggann. Það er erfitt að vera lítill og upp á aðra kominn. Í sambandi barns við fullorðna er alltaf valdaójafnvægi. Við erum stærri og við höfum reynsluna. Við kunnum á heiminn og þau læra á hann af okkur. Allt sem börn læra um heiminn og lífið og samskipti og rétt og rangt og allt annað kemur frá okkur. Við getum tekið barn sem smæðar sinnar vegna er algjörlega á okkar valdi, og kastað því upp í loft því okkur finnst það skemmtilegt. Við getum sagt barni að setjast niður þegar það vill ekki setjast niður. Við getum sagt barni að skila leikfangi sem það vill leika sér með, sagt barni að kyssa annan fullorðinn sem því líður illa í kringum, látið barn hætta að hlaupa eða gera það sem okkur finnst sæmilegt að barn geri þá stundina. Stundum reyna þau að berjast á móti og sýna sjálfstæði áður en þau skilja að það þýðir ekki og þau gefast upp. Við erum nefnilega stór og við ráðum. Við kennum börnunum okkar að bera óttablandna virðingu fyrir valdi í öllu sem við gerum. Þeir sem eru eldri og sterkari geta misnotað vald sitt til að sýna vanþóknun sína, beitt ofbeldi eða hótunum til að fá sínu fram og krefjast hlýðni. Ofbeldi gegn börnum er auvirðilegt. Ofbeldi gegn börnum er líka óþægilegt og erfitt. Það er vont að tala um að fólk beiti börn ofbeldi. Ofbeldi er hins vegar ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. Þetta sýndi skýrsla UNICEF um stöðu barna á Íslandi með nýrri tölfræði um þróun ofbeldis gegn börnum á Íslandi frá árinu 2019, svart á hvítu. Niðurstöður voru sláandi en þar kom fram að tæplega 1 af hverjum 5 börnum á Íslandi hafa orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi. Það eru 16,4% barna á landinu. Vandamálið er skýrt og þörf þess að bregðast við augljós. Ég starfa í starfi án staðsetningar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og er með starfstöð á Akureyri, hvar ég stýrði innleiðingu Barnvæns sveitarfélags og starfaði sem sérfræðingur í félagsmálum barna. Ég brenn fyrir málefnum barna og er mér því í ljósi stöðunnar bæði ljúft og skylt að segja lauslega frá verkefnum nýráðins forvarnafulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga og markmiðum verkefnisins. Mikilvægi verkefnisins er ótvírætt. Alþingi samþykkti á síðasta síðasta ári þingsályktun, nr. 37/150, um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025. Í henni er lögð áhersla á að forvarnir verði samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum, sem og í starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Áætlunin telur 26 aðgerðir undir sex efnisköflum, ábyrgðaraðilar aðgerðanna eru 18 og því er gert ráð fyrir miklu þverfaglegu samstarfi um aðgerðir. Stýrihópur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.