Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 42
þeirri uppbyggingu. Eins þegar barist var fyrir nýjum Norðfjarðargöngum eða öðrum samgöngubótum. Í Múlaþingi var farin ný og áhugaverð leið með stofnun heimastjórna sem tryggja að vissu marki forræði íbúa á hverjum stað í eigin málum en í góðum tengslum við sveitarstjórn. Það er ekki komin mikil langtímareynsla á þetta fyrirkomulag en ég hygg að þetta muni reynast vel í framtíðinni,“ segir Páll. Öðru vísi verkefni og áskoranir Hann segir áhugavert að fást við önnur verkefni og öðru vísi áskoranir í starfi sínu sem framkvæmdastjóri SSH. „Þótt það hafi ekki átt við um Fjarðabyggð þá eru sumar byggðirnar úti á landi að fást við fólksfækkun og eiga í einhverjum tilvikum í erfiðleikum með að halda úti nauðsynlegri þjónustu við íbúana. Þetta horfir öðru vísi við á höfuðborgarsvæðinu. Hér hefur talsverð fólksfjölgun verið viðvarandi og ekki fyrirsjáanlegt að lát verði á henni. Hlutfall íbúa á höfuðborgarsvæðinu af heildarfjölda landsmanna er um 64 prósent og hefur haldist nokkuð óbreytt síðastliðin 20 ár. Hér snúast verkefnin meira um að ná utan um fólksfjölgunina bæði á sameiginlegum vettvangi sveitarfélaganna og í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Skipulagsmál, samgöngumál, umhverfis- og úrgangsmál, mennta-, félags- og íþróttamál eru þar efst á baugi. Um sum þessara mála snúast stærstu verkefni sóknaráætlunarinnar 42 og sveitarfélagið á auðveldara með að sinna hlutverki sínu og þjónustu við íbúa. Það er líka betur til þess fallið að gæta hagsmuna íbúanna og svæðisins. Aðkoman að aðdraganda sameiningu sveitarfélaganna sem mynduðu Múlaþing var mjög gefandi verkefni. Þar er það sama uppi á teningnum, ég tel að byggðirnar muni standa sterkari eftir sameiningu og það sannaðist þegar atburðir á borð við skriðuföllin á Seyðisfirði urðu, að það er gott að eiga stjórnsýslulegan bakhjarl í stærra samfélagi. Eins var þegar tekið var á móti nýrri atvinnuuppbyggingu í Fjarðabyggð. Þar var stærra sameinað samfélag og atvinnusvæði lykilatriði í á höfuðborgarsvæðinu og síðan í svæðisskipulaginu fyrir svæðið. Verkefni SSH eru því fjölbreytt. Starfsemin hefur verið efld og við byggjum á öflugu teymi sem þarf að efla enn frekar, svo sem hvað varðar tölfræði- og hagfræðileg málefni. Við höfum aukið upplýsingamiðlun til muna, fylgjum málum eftir í sveitarstjórnum og höldum reglulega upplýsingafundi um mikilvæg málefni á höfuðborgarsvæðinu fyrir kjörna fulltrúa. Á suma þessara funda höfum við boðið þingmönnum svæðisins og þingnefndum ef svo ber undir. Við ætlum okkur síðan að efla okkur enn frekar í miðlun upplýsinga um höfuðborgarsvæðið og höfum verið að vinna að stóru verkefni þegar kemur að stefnumótun og stjórnsýslu byggðasamlaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þá höfum við í auknum mæli verið að leggja fram umsagnir um þingmál sem eru mikilvæg fyrir höfuðborgarsvæðinu, meðal annars um byggðamál en þau eru mjög mikilvæg í starfi allra landshlutasamtaka“ segir Páll. Hann segir mikilvægt að ríkið setji fram byggðaáætlanir og styðji við veikari byggðir víða um land. „Það er gott og engin ástæða til annars en að fagna þeirri stefnumótun ríkisins. Sums staðar þarf að bæta enn frekar í alls kyns byggðaþróunarverkefni og það er vel. Við erum held ég öll sammála um að byggð sé öflug á sem flestum stöðum á landinu og það á líka við um höfuðborgarsvæðið.“ Páll segir að mikilvægt sé að mótuð verði sérstök heildarstefna fyrir höfuð- borgarsvæðið samhliða hefðbundnum byggðaáætlunum í framtíðinni. „Umræða um byggðamál snýst oft upp í að etja höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni saman, að höfuðborgin sogi til sín fólk og störf og það þurfi sífellt að vera að leiðrétta einhvers konar halla. Samkeppnisstaða höfuðborgarsvæðisins er þó að mínu mati afar mikilvæg fyrir landið allt, eins og byggðirnar í landinu eru mikilvægar fyrir höfuðborgarsvæðið sem er meðal annars í samkeppni við erlendar borgir um íbúa. Ég heyri og þekki það úr eigin ranni að það er ekki sjálfgefið að val ungs fólks um búsetu standi bara milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Í Múlaþingi var farin ný og áhugaverð leið með stofnun heimastjórna sem tryggja að vissu marki forræði íbúa á hverjum stað í eigin málum en í góðum tengslum við sveitarstjórn. Mannfjöldaspá 2020-2024, áætlaður mannfjöldi í árslok 2024. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.