Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 44
44
göngu- og hjólastíga um svæðið allt
og þar verður til þriðji valkosturinn fyrir
fólk að komast leiðar sinnar. Breyttar
ferðavenjur fólks með þessari blöndu
af bílaumferð, Borgarlínu, öflugum
almenningssamgöngum í hverfunum með
tengingu við hana og umferð gangandi og
hjólandi er forsenda þess að bjóða upp
á samkeppnishæft höfuðborgarsvæði og
enn betri lífsgæði fyrir íbúana. Þá er þetta
einnig liður í því að taka á móti þeirri
fjölgun íbúa sem spáð hefur verið og er
að ganga eftir,“ segir Páll.
Samgöngusáttmálinn er lykill að
breytingum
Í þessu sambandi minnir Páll á að
samgöngusáttmáli sveitarfélaganna
á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins
skiptir þetta verkefni gríðarlega miklu
máli en í sáttmálanum er gert ráð fyrir
að 120 milljörðum króna verði varið
til uppbyggingar samgönguinnviða á
svæðinu til 2035.
„Þetta samkomulag er algjört lykilatriði til
þess að auka lífsgæði íbúa á svæðinu og
gera svæðið samkeppnishæfara við val
á búsetu. Loftslagsmál eru líka hluti af
markmiðum samgöngusáttmálans enda
um gríðarlega mikilvægt mál að ræða.
Fjármunirnir munu fara í að styrkja innviði
fyrir hefðbundna bílaumferð, Borgarlínu
og göngu- og hjólastíga. Svo verður
ráðist í ýmsar flæðisbætandi aðgerðir,
ljósastýringar og þess háttar, sem munu
greiða fyrir umferð,“ segir Páll.
Hann segir að 50 milljörðum króna
verði varið í uppbyggingu Borgarlínu
og 52 til uppbyggingar stofnvega. Sex
milljörðum verður varið í gerð göngu-
og hjólastíga og níu milljarðar fara í
umferðarflæðisverkefni, göngubrýr,
undirgöng og þess háttar. Fjármagnið
kemur að mestu leyti frá ríkinu en
sveitarfélögin reiða fram 15 milljarða til
verkefna samgöngusáttmálans á þessu
tímabili. Framlag ríkisins felst í beinum
fjárframlögum en það fjármagnar sinn hlut
einnig með ábata af sölu Keldnalands og
mögulegum flýti- og umferðargjöldum.
„Þetta snýst um að búa til skýra valkosti
fyrir fólk um hvernig það vill ferðast, bjóða
fólki uppá raunhæfa valkosti til að breyta
ferðavenjum sínum,“ segir Páll.
Nægt íbúðarhúsnæði í
skipulagsáætlunum sveitarfélaga
Áhrif sveitarfélaga á húsnæðismarkaðinn
eru helst í gegnum skipulag, það er
að segja með gerð deiliskipulags
fyrir uppbyggingu á nýjum lóðum eða
frekari uppbyggingu á fyrirliggjandi
lóðum. Hins vegar hafa sveitarfélögin
takmörkuð áhrif á þætti eins og vaxtastig
og aðgengi að lánsfé sem hefur áhrif
á framboð á húsnæði. Páll segir að
skipulag íbúðarhúsnæðis hafi haldist í
hendur við íbúafjölgun síðustu ára og
telur að miðað við fyrirliggjandi áætlanir
og skipulag hjá sveitarfélögunum ætti
ekki að verða skortur á íbúðarhúsnæði.
Lagt er mat á þetta í þróunaráætlun
svæðisskipulagsins 2020-2024 og þar
kemur fram að nægjanlegt framboð
muni verða á íbúðarhúsnæði, en gerð
Almenningssamgöngur gegna stóru hlutverki þegar hátíðahöld eru í bænum, svo sem á
menningarnótt. Ljósm.: Páll Guðjónsson
Tuttugu mínútna hverfið.
SVEITARSTJÓRNARMÁL