Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 44

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 44
44 göngu- og hjólastíga um svæðið allt og þar verður til þriðji valkosturinn fyrir fólk að komast leiðar sinnar. Breyttar ferðavenjur fólks með þessari blöndu af bílaumferð, Borgarlínu, öflugum almenningssamgöngum í hverfunum með tengingu við hana og umferð gangandi og hjólandi er forsenda þess að bjóða upp á samkeppnishæft höfuðborgarsvæði og enn betri lífsgæði fyrir íbúana. Þá er þetta einnig liður í því að taka á móti þeirri fjölgun íbúa sem spáð hefur verið og er að ganga eftir,“ segir Páll. Samgöngusáttmálinn er lykill að breytingum Í þessu sambandi minnir Páll á að samgöngusáttmáli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins skiptir þetta verkefni gríðarlega miklu máli en í sáttmálanum er gert ráð fyrir að 120 milljörðum króna verði varið til uppbyggingar samgönguinnviða á svæðinu til 2035. „Þetta samkomulag er algjört lykilatriði til þess að auka lífsgæði íbúa á svæðinu og gera svæðið samkeppnishæfara við val á búsetu. Loftslagsmál eru líka hluti af markmiðum samgöngusáttmálans enda um gríðarlega mikilvægt mál að ræða. Fjármunirnir munu fara í að styrkja innviði fyrir hefðbundna bílaumferð, Borgarlínu og göngu- og hjólastíga. Svo verður ráðist í ýmsar flæðisbætandi aðgerðir, ljósastýringar og þess háttar, sem munu greiða fyrir umferð,“ segir Páll. Hann segir að 50 milljörðum króna verði varið í uppbyggingu Borgarlínu og 52 til uppbyggingar stofnvega. Sex milljörðum verður varið í gerð göngu- og hjólastíga og níu milljarðar fara í umferðarflæðisverkefni, göngubrýr, undirgöng og þess háttar. Fjármagnið kemur að mestu leyti frá ríkinu en sveitarfélögin reiða fram 15 milljarða til verkefna samgöngusáttmálans á þessu tímabili. Framlag ríkisins felst í beinum fjárframlögum en það fjármagnar sinn hlut einnig með ábata af sölu Keldnalands og mögulegum flýti- og umferðargjöldum. „Þetta snýst um að búa til skýra valkosti fyrir fólk um hvernig það vill ferðast, bjóða fólki uppá raunhæfa valkosti til að breyta ferðavenjum sínum,“ segir Páll. Nægt íbúðarhúsnæði í skipulagsáætlunum sveitarfélaga Áhrif sveitarfélaga á húsnæðismarkaðinn eru helst í gegnum skipulag, það er að segja með gerð deiliskipulags fyrir uppbyggingu á nýjum lóðum eða frekari uppbyggingu á fyrirliggjandi lóðum. Hins vegar hafa sveitarfélögin takmörkuð áhrif á þætti eins og vaxtastig og aðgengi að lánsfé sem hefur áhrif á framboð á húsnæði. Páll segir að skipulag íbúðarhúsnæðis hafi haldist í hendur við íbúafjölgun síðustu ára og telur að miðað við fyrirliggjandi áætlanir og skipulag hjá sveitarfélögunum ætti ekki að verða skortur á íbúðarhúsnæði. Lagt er mat á þetta í þróunaráætlun svæðisskipulagsins 2020-2024 og þar kemur fram að nægjanlegt framboð muni verða á íbúðarhúsnæði, en gerð Almenningssamgöngur gegna stóru hlutverki þegar hátíðahöld eru í bænum, svo sem á menningarnótt. Ljósm.: Páll Guðjónsson Tuttugu mínútna hverfið. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.