Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 50

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 50
SVEITARSTJÓRNARMÁL 50 þeirrar könnunar er sá grunnur sem myndar forgangsröðun sameiginlegra stafrænna verkefna fyrir næsta ár. Nú eru verkefnatillögur úr þessari könnun í frekara umfangs-, ávinnings- og kostnaðarmati fyrir fjárhagsáætlun samstarfs sveitarfélaga í stafrænni þróun,“ segir hún. Þýðir hagkvæmari rekstur sveitarfélaga þá meðal annars færra starfsfólk? „Ekki endilega en það er ljóst að störfin munu breytast rétt eins og gerst hefur í fyrri iðnbyltingum. Gæði þjónustunnar munu jafnframt aukast. Nú fer til dæmis mikill tími hjá starfsfólki félagsþjónustunnar í alls kyns pappírsumstang og að leiðbeina fólki um gagnaöflun. Þegar umsóknar- og afgreiðsluferli verða stafræn gefst starfsfólki meiri tími í að sinna faglegri aðstoð við íbúa og sinna skjólstæðingum betur en nú er unnt. Að sama skapi verða öll samskipti íbúa við sveitarfélög og ríki einfaldari, minni tími fer í að finna og útvega nauðsynleg gögn og svo framvegis. Fólk þarf ekki lengur að mæta inn á þjónustuborð hjá sveitarfélaginu heldur fer inn á netið og er leitt rétta leið í gegnum ferlið. Það gildir um þetta eins og margt í okkar daglega lífi. Við afgreiðum okkur sjálf í bankanum, pöntum mat heim og margt fleira og spörum okkur þannig tíma sem við getum varið í eitthvað annað og mikilvægara,“ segir Fjóla María. Ávinningurinn af samstarfi Fjóla María segir að ávinningurinn af samstarfi sveitarfélaga geti verið margvíslegur, svo sem lægra verð við hugbúnaðarkaup, sameiginleg hönnun og þróun, sameiginleg hýsing, tengingar við gagnaskrá og viðhald lausna fyrir sveitarfélögin. „Sveitarfélögin geta deilt og fengið opnar lausnir (e.open source) á miðlægum vef stafraen.sveitarfelog.is, deilt þekkingu og reynslu og sótt sér ýmiss verkfæri. Hægt er að setja upp sameiginlega fræðslu og innleiðingarefni. Nýta má sameiginlega starfskrafta og fækka vinnustundum í samskiptum við birgja. Hægt er að spara tíma í undirbúningi verkefna eins og hugmyndavinnu, ferlagreiningum, þarfagreiningum, í leit að lausnum, við mat á lausnum, við samningagerð, við innleiðingu og breytingar verklags og menningar. Ef við getum stytt þann tíma sem fer í það sem ég taldi hér upp um helming fyrir hvert sveitarfélag er kominn mikill ávinningur. Ávinningurinn fyrir íbúa landsins verður betri þjónusta sem felur í sér þjónustu sem veitt er rafrænt og aðgengileikinn verður meiri, meiri sjálfsafgreiðsla, færri ferðir og minni tími sem þarf að eyða til að sinna erindum sínum við sveitarfélög. Við sjáum öll hvers vegna það er svo mikilvægt að vinna saman og í takt hjá sveitarfélögunum þar sem lögbundin skylda sveitarfélaga er sú sama en einnig er mikilvægt að vinna saman og í takti við ríkið. Þjónustur taka við hvor af annarri og það væri mikil sóun á fjármagni að hugsa þessi stjórnsýslustig í sílóum þegar við höfum tækifæri til þess að endurhugsa og endurhanna þjónustur um leið og við erum að byggja upp kerfin og ferlin með stafrænni tækni. Við þurfum að hanna út frá íbúanum, það er notendamiðað. Stíga skrefin sem notandinn þarf að stíga í gegnum kerfið, fyrstu skrefin eru oft hjá ríkinu og svo í framhaldinu hjá sveitarfélögum.“ Rétt að byrja Fjóla María segir Íslendinga standa nágrannalöndunum nokkuð að baki í stafrænni þróun, svo sem Danmörku og Noregi, enda sé ólíku saman að jafna. „Hjá sambandi sveitarfélaga í Danmörku starfa 40 manns í stafrænu deildinni og svo eru stafrænir leiðtogar fyrir hvern málaflokk. Þar í landi starfa einnig um 200 manns að gerð rammasamninga fyrir sveitarfélögin. Svo þarna er sannarlega mikill aðstöðumunur. Við erum bara rétt að byrja okkar vegferð í samanburði Fjóla María Ágústsdóttir er leiðtogi stafræna teymis sambandsins. Skjáskot af vefnum www.stafraen.sveitarfelog.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.