Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 58

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 58
SVEITARSTJÓRNARMÁL 58 sveitarfélögum. Enn má nefna að tekjur borgarinnar af sölu byggingarréttar varð 3,2 ma.kr. minni en reiknað var með í áætlunum. Það er góð hagstjórnarregla að hið opinbera auki við fjárfestingar þegar að kreppir en haldi að sér höndunum þegar þensla ríkir í þjóðarbúskapnum. Sambandið mæltist af þessum sökum í Viðspyrnuáætlun sinni til að sveitarfélögin flýttu eftir föngum framkvæmdum sem falla hefðu átt til á næstu árum. Markmiðið var að auka fjárfestingar sveitarfélaga jafnvel um 10-15 ma.kr. með tilsvarandi auknum lántökum. Þetta gekk ekki eftir og raunar urðu fjárfestingar sveitarfélaga mun minni en reiknað var með í fjárhagsáætlunum, eða sem nemur nær 5,5 ma.kr. Ýmislegt varð til þess að fjárfestingaráform gengu ekki eftir, ekki síst má nefna að takmarkanir vegna sóttvarnaaðgerða töfðu undirbúning ýmissa framkvæmda sem jafnvel voru að fullu fjármagnaðar. Reyndar kennir reynslan að fjárfestingar sveitarfélaga hafa að jafnaði fylgt hagsveiflunni og jafnvel ýtt undir hana. Skýr stefnumörkun Við búum við töluverðar sveiflur í okkar þjóðarbúskap og svo verður a.m.k. í náinni framtíð. Reynslan kennir að við getum búist við djúpum niðursveiflum á 10-15 ára fresti. Íslensk sveitarfélög eru býsna berskjölduð fyrir áhrifum hagsveiflna og í mun meira mæli en annars staðar á Norðurlöndum. Vel ígrundaðar forsendur fjárhagsáætlana geta auðveldlega brugðist í einu og öllu eins og dæmin sanna. Löggjöfin gerir engu að síður miklar kröfur. Í sveitarstjórnarlögum segir: „fjárhagsáætlun næstkomandi árs er bindandi regla um allar fjárhagslegar ráðstafanir af hálfu sveitarfélagsins.“ Og: „Óheimilt er að víkja frá fjárhagsáætlun …..nema sveitarstjórn hafi áður samþykkt viðauka við áætlunina.“ Hvað er til ráða? Skiptir kannski engu máli hvernig fjárhagsáætlun er stillt upp og hvaða forsendur eru til grundvallar lagðar? Getum við ekki bara kíttað upp í með viðaukum eftir „smag og behag“ og látið annars berast fyrir veðrum og vindum? Það er ekki vænleg leið. Sveitarfélög þurfa einmitt að móta skýra stefnu í fjármálum og setja sér töluleg markmið. Jafnhliða þurfa þau að draga upp sviðsmyndir um ýmsa möguleika og meta með hvaða hætti þau geti brugðist við þeim. FJÁRMÁLARÁÐSTEFNA SVEITARFÉLAGA 2021 Hilton Reykjavík Nordica 7. og 8. október Bein útsending verður frá ráðstefnunni og verða upptökur settar á vef sambandsins að ráðstefnunni lokinni. www.samband.is/fjarmalaradstefna PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is Reykjavík | Akureyri | Húsavík | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar | Selfoss | Reykjanesbær PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræði- ráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Hámarkaðu árangur þinn og verðmæti með því að nýta þér fjölbreytta þekkingu og viðtæka reynslu PwC á öllum sviðum rekstrar. Endurskoðun Ráðgjöf Skattamál Bókhald og laun Áhættustýring Markaðslaun Jafnlaunagreining Verðmæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.