Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 62
Vettvangur sveitarstjórna er fjölbreyttur
og spennandi, hann má nálgast á margan
hátt og tryggir því oft á tíðum að þeir sem
veljast til setu í sveitarstjórnum höfða til
fjölbreytileika íbúa hvers sveitarfélags. Nálgun
sveitarstjórnarmanna til verkefna sinna þarf
í raun að vera ,,þröng” og ,,víð” þ.e. annars
vegar að horfa á einstök verkefni síns
sveitarfélags og hins vegar á heildarhagsmuni
sveitarfélaga. Að mínu mati hefur of oft
hallað á seinni nálgunina sem í raun bitnar á
hagsmunum einstakra sveitarfélaga þegar til
lengri tíma er litið.
Ástæðurnar eru ýmsar en sú nærtækasta er,
að oft er auðvelt að höfða til ákveðins hóps
kjósenda með því að ,, gera” jafnvel næstu
nágranna, t.d. íbúa næsta sveitarfélags að
,,andstæðingi”. Því miður hef ég of oft upplifað
slíka nálgun í gegnum tíðina. Þetta ójafnvægi
á nálgun sveitarstjórnarmanna hefur að mínu
mati m.a. hægt mjög á mikilvægum breytingum
á verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga.
Hluti sveitarstjórnarmanna virðist sætta
sig við óbreytt hlutfall verkaskiptingar
milli ríkis og sveitarfélaga. Það er því
mikilvægt hlutverk okkar, sem teljum að halli
verulega á sveitarfélögin í þessum efnum,
að vinna heimavinnuna og ná þessum
hluta sveitarstjórnarmanna á okkar band.
Þetta er sérstaklega átakanlegt þegar
sveitarstjórnarmenn á landsbyggðinni eiga
í hlut því þar er þörfin mest fyrir stærri hlut
af verkefnum ríkisins með fjölgun starfa og
aukinni fjölbreytni þeirra.
Heildarendurskoðun verkefna- og
tekjuskiptingar ríkis og sveitarfélaga er
nauðsynleg. Sveitarfélögin þurfa að fá
hlutdeild í óbeinum sköttum og nærþjónusta
á að vera hjá sveitarfélögunum. Dæmin
blasa við t.d. þjónusta við aldraða og
rekstur framhaldsskóla. Sorgarsagan um
hjúkrunarheimilin þegar mörg sveitarfélög
neyddust til að skila rekstrinum til ríkisins
vegna fjársveltistefnu þess er skýrt en sorglegt
dæmi um hvað sá sem fjármagninu ræður
getur þvingað þann sem því er háður.
Rekstur framhaldsskóla hefur í raun dagað
uppi hjá ríkisvaldinu. Eftirlitshlutverk ríkisins er
hins vegar mjög mikilvægt á öllum skólastigum
en á ekki að vera á hendi rekstraraðila.
Það er í raun óskiljanlegt að ekki hafi einu
62
Misjöfn sýn
Einar Már Sigurðarson
Bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð og formaður
SSA/Austurbrúar.
Síðasta orðið
Sveitarstjórnarfólk hefur síðasta orðið
um lífið og tilveruna í sveitarfélaginu
og í sveitarstjórn.
Verkefni okkar
sveitarstjórnarmanna er að
nota réttlætið sem vopn
í okkar baráttu og stilla
saman strengi. Styrking
sveitarstjórnarstigsins er
stærsta verkefnið í eflingu
landsbyggðarinnar og
til að ná því fram þarf
að tryggja samstöðu
sveitarstjórnarmanna með
víðsýni að leiðarljósi.
sinni náðst fram að eitt sveitarfélag sem
tilraunasveitarfélag reki framhaldsskóla. Í
ljósi sögunnar er þetta enn furðulegra því
mesta framfaraskeið i þróun framhaldsskóla
var leitt af sveitarstjórnarmönnum
og framfarasinnuðum stjórnendum
framhaldsskóla.
Verkefni okkar sveitarstjórnarmanna
er að nota réttlætið sem vopn í okkar
baráttu og stilla saman strengi. Styrking
sveitarstjórnarstigsins er stærsta verkefnið í
eflingu landsbyggðarinnar og til að ná því fram
þarf að tryggja samstöðu sveitarstjórnarmanna
með víðsýni að leiðarljósi.
SÍÐASTA ORÐIÐ