Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 45
SKIPULAG HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
45
A
D
B
E
C
A
D
B
E
C
1 2 3 4 5 6 7
1 2 3 4 5 6 7
Stuðlum að
sjálfbæru samfélagi
Við bjóðum sveitarfélögum víðtæka þjónustu við að fylgja eftir markmiðum sínum í skipulags-, öryggis-, og
umhverfi smálum þar sem sjálfbærni er órjúfanlegur hluti af ráðgjöfi nni. Allt frá umhverfi svöktun og stefnumótun
um sjálfbærni, til umferðargreininga og umferðaröryggisáætlana.
fjögurra ára þróunaráætlana er lykilatriði í
framfylgd svæðisskipulags, að sögn Páls.
Með þróunaráætlun er lögð áhersla á að
samræma áætlanir sveitarfélaganna um
uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis
og samgönguframkvæmdir, auk
annarra aðgerða til að ná fram
markmiðum svæðisskipulags um þróun
höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040.
„Í þróunaráætlun er sett fram ný
mannfjöldaspá sem gerir ráð fyrir að
íbúum fjölgi um á bilinu 6.000 til 16.200
manns frá ársbyrjun 2020 til ársloka
2024. Miðað við mannfjöldaspána
verður þörf fyrir um 4.000-7.200 íbúðir
frá ársbyrjun 2021 til ársloka 2024
eða á bilinu 1.000 til 1.800 íbúðir á
ári. Þessar tölur taka einnig mið af
áætluðum íbúðaskorti sem Húsnæðis- og
mannvirkjastofnun mat um 2.200 íbúðir
við lok árs 2019.
Greining þróunaráætlunar dregur
fram að áform sveitarfélaga muni
mæta fjölgun íbúa næstu fjögur árin
með tilliti til mannfjöldaspár. Áætlanir
sveitarfélaganna gera ráð fyrir að um
8.000 íbúðir verði fullbúnar á þessu
sama tímabili, eða rétt undir 2.000
íbúðir á ári. Það er um 31 prósent fleiri
íbúðir en voru fullbúnar á síðustu fjórum
árum (2016-2019) og 57 prósent yfir
langtímauppbyggingu íbúða á ári (1999-
2019). Þess má geta að áætlað er að um
66 prósent nýrra íbúða og 64 prósent nýs
atvinnuhúsnæðis sem rís á tímabilinu
verði innan áhrifasvæðis hágæða
almenningssamgangna.
Að öllu saman teknu vil ég því halda
því fram að framtíðin sé björt á
höfuðborgarsvæðinu og mikilvægt
að við stöndum öll sem eitt vel að
framtíðaruppbyggingu þess og
verkefnum,“ segir Páll.
Breyttar ferðavenjur
fólks með þessari
blöndu af bílaumferð,
Borgarlínu, öflugum
almenningssamgöngum í
hverfunum með tengingu
við hana og umferð
gangandi og hjólandi er
forsenda þess að bjóða
upp á samkeppnishæft
höfuðborgarsvæði og enn
betri lífsgæði fyrir íbúana.