Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 19
19 25 ÁR FRÁ YFIRFÆRSLU GRUNNSKÓLANS Skóli fyrir nemendur Skólamál hafa verið miðpunktur samfélagsumræðu síðan skólakerfið var sett á laggirnar. Allir landsmenn hafa sterkar skoðanir á því hvernig best er að kenna ungdómnum lífsins reglur og hvaða námsgreinar eiga vega meira en aðrar. Við í Ungmennaráði Suðurlands, sem eru fulltrúar skipaðir af Ungmennaráðum sveitarfélaganna á Suðurlandi, höfum margoft átt samræður sem hverfast um skólamál og margar hugmyndir Frá fundi Ungmennaráðs Suðurlands í Hvolnum árið 2020. hafa vaknað enda höfum við varið miklum hluta lífs okkar innan veggja skólakerfisins. Þróun síðustu aldar hefur verið á þann veg að sérhvert barn ver æ meiri tíma í skólanum og því má færa rök fyrir því að skólinn sé eins konar hjálparhella foreldranna við uppeldi hvers Íslendings. Skólinn, sem er rekinn er af samfélaginu, er ætíð að hjálpa fjölskyldunni við að undirbúa börnin undir komandi tíma í sí flóknara samfélagi. Þess vegna eykst mikilvægi skólakerfisins með hverju árinu. Samfélagið er ávallt að læra hvernig best er að undirbúa börnin fyrir framtíðina og þess vegna er mikilvægt að festast ekki alltaf í sama farinu. Mikilvægt er að sýna dirfsku við að þróa nýjar námsaðferðir og vera óhrædd að viðurkenna að stundum eru til betri leiðir en þær sem við höfum í dag. Eitt af stærstu vandamálum sem blasir við skólakerfinu er brottfall nemanda úr skóla, sérstaklega brottfall drengja og barna innflytjanda. Það liggur í augum uppi að núverandi kefi hentar sumum betur en öðrum. Við teljum að það þurfi að fara í sérstakt átak til að hvetja og styrkja þá nemendur sem eru í áhættuhópi. Þar getur skólinn spilað stórt hlutverk. Er það mikið hagsmunamál fyrir íslensku þjóðina að fá sem flesta til að ljúka einhvers konar framhaldsnámi. Það er skylda okkar sem samfélag að finna lausn á núverandi vandamáli. Að minnsta kosti reyna með öllum mögulegum ráðum. Innan grunnskólans er rík hefð fyrir formfestu í námi og þar spilar bekkjakerfið stóra rullu. Þó að námið í dag sé orðið mun einstaklingsmiðaðra en áður finnst mörgum okkar alls ekki nóg að gert í því máli. Enginn nemandi er eins og af því leiðir að engin ein kennsluaðferð hentar öllum jafn vel. Við teljum að enn frekar mætti auka fjölbreytileika kennsluaðferðanna vegna margbreytileika einstaklingsins og að hann hafi meira val um það hvernig nám hans fer fram. Við höfum leitt hugann að Nói Mar Jónsson Formaður Ungmennaráðs Suðurlands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.