Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 12
12 Í könnun sem Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson og Steinunn Helga Lárusdóttir gerðu meðal skólastjóra árið 2006 var spurt um viðhorf skólastjóranna til stefnumótunar sveitarfélaga og faglegs sjálfstæðis skóla. Skólastjórarnir voru spurðir hver væri afstaða þeirra til sjálfstæðis skóla og hvernig þeir mætu áhrif skólastefnu sveitarfélaga á faglegt sjálfstæði þeirra. Niðurstöðurnar eru birtar í greininni Faglegt sjálfstæði grunnskóla. Viðhorf skólastjóra í Uppeldi og menntun árið 2010. Þær sýndu að skólastjórarnir töldu sig hafa fengið aukið faglegt sjálfstæði á undanförnum árum og vildu auka það enn frekar. Þá töldu skólastjórarnir kennara hafa mikið faglegt sjálfstæði sem ekki hafi verið þrengt að með auknum áhrifum skólanefnda. Í niðurlagi greinarinnar segir (bls. 63) að á „heildina litið eru skólastjórar ánægðir með skólastefnu síns sveitarfélags og telja hana stuðla að umbótum“. Í greininni Grunnskólastjórar á öndverðri 21. öld – Hlutverk og gildi sem birt var í Tímariti um uppeldi og menntun árið 2018 eftir sömu höfunda segir að nú sé „um aldarfjórðungur frá því að fyrsta rannsókn [sömu] höfunda á hlutverki skólastjóra í grunnskólum hér á landi var gerð“ og að á slíkum „tímamótum er því áhugavert að fá innsýn í hvernig skólastjórar í grunnskólum líta á hlutverk sitt sem faglegir leiðtogar og hvaða breytingar hafa orðið á sýn þeirra á þessum 25 árum“ (bls. 112). Spurningalisti var sendur til allra skólastjóra 2017 þar sem m.a. var spurt um raunverulega og ákjósanlega forgangsröðun mikilvægra viðfangsefna. Viðfangsefnin eru námskrárvinna, starfsfólk, stjórnun/umsýsla, málefni nemenda, skólahverfið, skólaskrifstofu/ fræðsluyfirvöld og endurnýjun í starfi. Stuðst var við sömu efnistök og í könnunum 2006, 2001 og 1991 um forgangsröðun sömu viðfangsefna, en höfundar hófu árið 1991 að kanna þessi atriði meðal skólastjóra. Viðfangsefninu námsaðlögun var bætt við í könnunni 2017. Í greininni segir (bls. 121): Stjórnun/umsýsla er í fyrsta sæti yfir raunverulega röðun viðfangsefna vorið 2017. Það er sama niðurstaða og í fyrri könnunum 2006, 2001 og 1991. Starfsfólk er í öðru sæti líkt og 2006 en var í fimmta sæti 1991. Námskrárvinna er í þriðja sæti 2017, öðru sæti 1991 en fimmta sæti 2001. Viðfangsefnið námsaðlögun sem var bætt við 2017 skipast í 7 sæti yfir raunverulega röðun verkefna. Líkt og áður er námskrárvinna í fyrsta sæti yfir ákjósanlega röðun viðfangsefna. Málefni nemenda er í öðru sæti. Starfsfólk er í þriðja sæti en var í sjötta sæti 1991. Námsaðlögun er í sjötta sæti yfir ákjósanlega röðun verkefna. Athygli vekur að áætlanagerð er í fimmta sæti af tíu yfir ákjósanlega röðun viðfangsefna vorið 2017 en var í öðru sæti 1991 og 2001. Í niðurlagi greinarinnar segja höfundar (bls. 127): Hóflegur munur á raunmynd og kjörmynd er eðlilegur og má skoða sem metnaðarfulla framtíðarsýn. Mikill munur bendir aftur á móti til þess að einhverjir þættir hamli því að skólastjórar geri það sem þeir helst kjósa. Menntamálayfirvöld, sveitarfélög og samtök skólastjóra þurfa að taka höndum saman um að greina þessa þætti og finna leiðir til þess að raunmynd og kjörmynd falli sem best saman. Skólastjórar hafa ítrekað sagt að sú sé ekki raunin. Umfjöllun Þær niðurstöður sem hér hafa verið dregnar fram gefa vísbendingar um almenna ánægju skólastjóra með yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaga. Vísbendingar frá kennurum og foreldrum eru einnig jákvæðar en ekki eins afgerandi. Æskilegt væri að rannsaka áhrif af yfirfærslunni mun ítarlegar og frá fleiri sjónarhornum en gerð er grein fyrir hér að framan. Rannsóknir þessar gefa engu að síður vísbendingar um ánægju með yfirfærsluna. Í greininni Hlutverk skólastjóra og mat þeirra á tilfærslu grunnskólans til sveitarfélaga (2002) kemur fram í töflu 1 mikil ánægja meðal skólastjóra með flest atriði sem könnuð voru. Hér verða þrjú efnisatriði sem spurt var um rædd stuttlega, þ.e. „[n]álægð við yfirvöld skólans gera starf skólastjóra erfiðara en áður var þegar skólastjóri var starfsmaður ríkisins“, „[s]kólinn verður fyrir meiri gagnrýni frá foreldrum en áður“, og „[s] érfræðiráðgjöf og stuðningur við skólann hefur aukist“. Þetta eru áhugaverð atriði sem tengjast kjarna þeirra breytinga sem gerðar voru með lögunum 1995. Í skýrslunni Nefnd un mótun menntastefnu (1994), sem grunnskólalögin 1995 byggjast á, segir að á undanförnum árum hafi „kröfur aukist um að framkvæmdavald verði nær vettvangi til þess að tengja frumkvæði, framkvæmd og fjárhagslega ábyrgð“ (bls. 21). Aukið sjálfstæði skóla um flest málefni og aukin tenging við foreldra gengum foreldraráð, foreldrafélög o.fl. framkallar snertifleti sem geta verið erfiðir viðfangs en tengjast kjarnanum um nálægð við helstu hagsmunaaðila skólans. Því má segja að það liggi í hlutarins eðli að afstaða skólastjóra til ofangreindra staðhæfinga hafi verið svolítið neikvæðari en til annarra staðhæfinga sem fram komu í töflu 1 hér að framan. Velta má fyrir sér þáttum sem þessu tengjast. Í skipulaginu 1974-1995 voru fræðslustjórar í viðkomandi fræðsluumdæmi næstu yfirmenn skólastjóra en í núverandi fyrirkomulagi er hverju sveitarfélagi í sjálfsvald sett hvernig það hagar umsjón, eftirliti og faglegum stuðningi við sína skóla. Í fámennum sveitarfélögum er það e.t.v. sveitarstjóri sem er næsti yfirmaður skólastjóra um bæði fagleg og rekstrarleg málefni en í stærri sveitarfélögum eru víða sviðs- eða fræðslustjórar yfirmenn um fagleg málefni. Verði ágreiningur Verði ágreiningur um einhver atriði milli skólastjóra og næsta yfirmanns getur skipt máli hvort næsti yfirmaður er sveitarstjóri eða faglegur yfirmaður. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.