Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 22
22
í þennan flokk. Hér mætti líka nefna
Þjóðarsáttmála um læsi.
Gerð voru mörg mistök í þjóðarsáttmála
um læsi. Hringferð um landið þar sem
sveitarstjórnir kvittuðu upp á plagg um
betri tíð með blóm í haga voru ein mistök.
Opinbert vantraust lykilaðila sem beindist
gegn fagfólki og kennsluaðferðum voru
önnur. Óraunhæfar yfirlýsingar um lausnir
og árangur voru hin þriðja. Allt gerði þetta
það að verkum að raunverulega mikilvæg
framfaraskref hurfu ofan í leðjuna í
ausandi roki og rigningu. Árangurinn var
í engu samræmi við þær digurbarkalegu
yfirlýsingar sem gefnar höfðu verið.
Auðvitað var samt ekki um að ræða
alvont verkefni. Það skiptir máli að vekja
máls á versnandi læsi og setja það á
dagskrá. Það skipti líka máli að bregðast
við. Þá var gott að Menntamálastofnun
kæmist í betri tengsl við skólana og tæki
að sér styðjandi hlutverk í stað þess að
vera dæmandi. Allt eru þetta sprotar sem
byggja má á.
Skoðum til samanburðar
upplýsingatæknibyltinguna í íslenskum
skólum.
Íslenskt samfélag er löngu orðið
upplýsingatæknisamfélag og því hefur
tækni seytlað inn í menntakerfið eins
og önnur samfélagsleg kerfi. Kennarar
hafa einnig verið áhugasamir um
nýtingu hennar og víða hafa sprottið upp
frumkvöðlar og öflug teymi. Sveitarfélög
hafa víða stutt mjög myndarlega við
kennara og skóla við uppbyggingu
innviða. Allt hefur þetta átt sér stað án
mikilla afskipta ríkisins og í raun án þess
að spretta upp úr kröfum námskrár. Það
hefur verið þegjandi samkomulag um að
þetta sé mikilvægt þróunarstarf en um
leið hefur ekki verið fyllilega ljóst hvert
þróunin komi til með að stefna. Í fjarveru
leiðarljósa hafa hin almennu leiðarstef
skólastarfs orðið undirstaðan.
Það einkennir þróun upplýsingatækni
í íslenskum skólum hin síðari ár að
tæknin hefur verið nýtt til að styrkja
grundvallarþætti skólastarfs. Kennarar
og skólar hafa tengst mjög sterkum
böndum gegnum samfélagsmiðla,
samstarf, fundi og ráðstefnur. Heilt
samfélag hefur myndast utan um þessa
hlið skólaþróunar. Það er óefað að sterk
staða upplýsingatæknimála er ein af
Það er ástæða til að
óska sveitarfélögunum
til hamingju með
aldarfjórðungs vegferð og
vona að næstu 25 ár verði
okkur gæfurík.
ástæðum þess að raskanir á skólastarfi
vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar
urðu minni hér á landi en í öðrum löndum.
Í upphafi upplýsingatæknibylgjunnar
var algengt að nemendur mættu
með sinn eigin búnað í skólann. Sú
nálgun var alla tíð varhugaverð vegna
jafnræðissjónarmiða. Mörg sveitarfélög
hafa snúið frá slíkri stefnu og byggt upp
innviði. Það vekur þó auðvitað líka upp
spurningar um jafnræði á landsvísu.
Spurningar sem snertir kerfisforsendur
dreifstýrðra skólamála. Þær ætla ég
að láta liggja á milli hluta í bili og láta
nægja að benda á að í kerfi, sem alla
jafna breytist hægt og getur virkað
þunglamalegt, eigum við hér skýrt dæmi
um öflugt, hraðfara þróunarstarf sem
sækir styrk sinn í fjölbreytileikann og
sjálfstæðið.
Forsenda þess er að gott jafnvægi sé
milli jarðvegs og regns. Regn togar ekki
gróðurinn upp úr moldinni og aukið regn
er ekki endilega forsenda meiri ræktunar.
Þá eru skýr leiðarljós eða mælanleg
markmið kannski ofmetin í þróunarstarfi
ef til staðar eru óumdeild leiðarstef. Af
þessu getum við lært.
Það er ástæða til að óska
sveitarfélögunum til hamingju með
aldarfjórðungs vegferð og vona að næstu
25 ár verði okkur öllum gæfurík.
Grunnskólinn á Djúpavogi sem nú tilheyrir Múlaþingi.
SVEITARSTJÓRNARMÁL