Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 39

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 39
af raunkostnaði, eða sem næst því, við meðhöndlun úrgangsins sem hann losar sig við, hafi ekki verið innleidd framleiðendaábyrgð á þeim úrgangi. Sveitarfélög þurfa því að innheimta gjald þar sem tekið er mið af magni úrgangs, gerð, losunartíðni, frágangi úrgangs og öðrum þáttum sem hafa áhrif á kostnað við meðhöndlun úrgangs. Þó verður áfram heimilt að innheimta allt að 25% af heildarkostnaði sveitarfélags í formi fasts gjalds. Fyrstu tvö árin frá því að þessar kröfur koma til framkvæmda, til 1. janúar 2025, má þetta hlutfall vera 50%. Þessar breytingar innleiða greiðsluregluna með betri hætti en núverandi fyrirkomulag um fast gjald þar sem heimili og rekstraraðilar geta lækkað kostnað sinn með því að takmarka úrgang er fellur til og flokka hann vel. Í ljósi þess að förgun úrgangs með urðun eða brennslu er oft á tíðum ódýrari farvegur en endurvinnsla hefur löggjafinn einnig heimilað sveitarfélögum UMHVERFISMÁL 39 Með mikilli einföldun má segja að stærstu breytingarnar sem krefjast góðs undirbúnings við innleiðingu er annars vegar flokkun og söfnun heimilisúrgangs í þéttbýli og hins vegar hvernig innheimta skal gjald af einstaklingum og lögaðilum fyrir alla meðhöndlun úrgangs. vegar flokkun og söfnun heimilisúrgangs í þéttbýli og hins vegar hvernig innheimta skal gjald af einstaklingum og lögaðilum fyrir alla meðhöndlun úrgangs. Sérstök söfnun heimilisúrgangs Frá 1. janúar 2023 munu taka gildi strangari reglur um sérstaka söfnun heimilisúrgangs og er almenna reglan sú að safna skal eftirfarandi úrgangsflokkum í sér ílát eins og sjá má á töflunni hér að ofan. Þó er lagt upp með að hægt sé að veita undanþágu frá meginreglu um sérstaka söfnun að uppfylltum nánari skilyrðum sem ráðherra er heimilt að setja í reglugerð. Þau skilyrði eru m.a. að blönduð söfnun tiltekinna tegunda úrgangs hafi ekki áhrif á möguleika til endurnýtingar þeirra og að slík söfnun tryggi sambærileg gæði úrgangs og fæst með sérsöfnun, að sérstök söfnun skili ekki betri heildarniðurstöðu fyrir umhverfið eða að sérstök söfnun sé ekki tæknilega möguleg eða hafi í för með sér óhóflegan kostnað. Almenna reglan verður að hvorki verður heimilt að urða né senda til brennslu þær úrgangstegundir sem safnað hefur verið sérstaklega í nafni endurnotkunar eða endurvinnslu. Innheimta skal eftir magni og tegund úrgangs frá hverri fasteignaeiningu Það verða einnig miklar breytingar á innheimtu fyrir söfnun og aðra meðhöndlun úrgangs. Frá og með 1. janúar 2023 verður innleidd svokölluð greiðsluregla sem er ein af meginreglum umhverfisréttarins. Inntak hennar er að sá borgi sem mengar eða sem hefur með höndum umsvif sem hafa áhrif á umhverfið. Það er því handhafi úrgangs sem jafnan skal standa straum að hækka gjaldskrá fyrir förgun svo lengi sem sú hækkun skili sér til lækkunar gjaldskrár fyrir t.d. úrgang er fer í endurvinnslu. Þannig geta sveitarfélög enn frekar stuðlað að betri flokkun og jákvæðum umhverfislegum ávinningi. Skammur tími til stefnu – undirbúningur þarf að hefjast strax Sveitarfélög hafa óumdeilanlega skamman tíma til að tryggja að sérstök söfnun úrgangs og gjaldheimta verði í samræmi við lögin hinn 1. janúar 2023 enda aðeins um 15 mánuðir til stefnu. Í stefnu umhverfis- og auðlindarráðherra ,,Í átt að hringrásarhagkerfi“ eru tvær aðgerðir sem sérstaklega eiga að styðja við innleiðingu þessara breytinga hjá sveitarfélögum og eru báðar aðgerðirnar komnar í vinnslu í samstarfi við sambandið. Fyrstu skref hjá sveitarfélögum Sveitarfélög fá því góð verkfæri í hendurnar til að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins þegar þessum verkefnum er lokið nú á haustmánuðum og er lögð áhersla á að þessar afurðir fái vandaða kynningu fyrir sveitarfélögum. Fram að þeim tímapunkti er þó mikilvægt að hefja undirbúning að innleiðingu breytinganna. Samband íslenskra sveitarfélaga vill sérstaklega hvetja sveitarfélögin til þess að auka samstarf sín á milli um helstu þætti úrgangsstjórnunar og auka samræmi í úrgangsmálum. Tryggja þarf að kjörnir fulltrúar og starfsfólk hafi svigrúm til að kynna sér breytingar í málaflokknum og gera ráð fyrir fjármagni til að hefja undirbúning á innleiðingu þeirra. Á árinu 2022 munu sveitarfélög einnig þurfa að endurskoða þau þrjú lykilstjórntæki er sveitarstjórnir hafa til að stýra úrgagnsmálum, þ.e. svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs, samþykkt um meðhöndlun úrgangs og gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs. Einnig er mikilvægt að sveitarfélög haldi vel utan um hvaða kostnað framleiðendaábyrgð á að ná yfir og gæta þess að sá ábati sem leiðir af aukinn framleiðendaábyrgð skili sér til sveitarfélagsins. Jafnframt er mikilvægt Sérstök söfnun við íbúðarhús og hjá lögaðilum í þéttbýli Sérsöfnun í grenndargáma Sérsöfnun í nærumhverfi íbúa Pappír og pappi Málmar Spilliefni Plast Gler Lífúrgangur (garða- úrgangur undanskilinn) Textíl Blandaður úrgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.