Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 14
niðurskurðarárunum eftir hrun og vofir
nú áfram niðurskurður yfir þrátt fyrir
auknar kröfur um betra nám. En meiri
kröfur og minna fjármagn vinnur sjaldnast
vel saman. Sveitarfélög og stjórnendur
skóla ættu í forgangsröðun sinni að vera
meðvituð um að búa skólana sína vel af
bæði mannauði, tækjum sem og öðrum
verkfærum til náms og stuðla þannig að
jafnrétti í hverri skólastofu.
Tryggjum aðgengi að fagfólki
Jafnrétti til náms snýst ekki eingöngu
um verkfæri í skólastofunni. Í nýrri
menntastefnu segir: „Skólar og aðrar
menntastofnanir taki mið af þörfum, getu
og hæfni sérhvers nemanda og vinni út
frá styrkleikum og áhuga hvers og eins.
Samfélaginu ber skylda til þess að hlúa
sem best að velferð barna og ungmenna
og tryggja öllum tækifæri til þess að
þroskast og dafna á eigin forsendum
innan menntakerfisins. Mikilvægt er að
tryggja að allir finni sig í menntakerfinu og
að stuðlað sé að jafnrétti innan þess.“
Til að svo verði þarf að tryggja aðgengi
nemenda að ákveðinni þjónustu. Allir
nemendur eiga að hafa aðgang að
menntuðum kennurum, náms- og
starfsráðgjöfum, sálfræðingum, öðru
fagfólki og félagsþjónustu, óháð sínum
SVEITARSTJÓRNARMÁL
14
Góðir skólar kosta
vissulega en menntun
má og á að kosta, því til
langtíma þá kostar það
samfélagið margfalt meira
að útskrifa nemendur úr
skólakerfinu sem eru illa
búnir undir sína framtíð.
Álfhildur Leifsdóttir
Grunnskólakennari við Árskóla, Sauðárkróki
Ég er svo heppin að fara í skóla víða
um land með innlegg í endurmenntun
fyrir kennara. Í einni slíkri ferð var
ég með fyrirlestur og vinnustofur um
breytta kennsluhætti með tilkomu tækni.
Eftir fyrirlesturinn kom til mín kennari
sem þakkaði mér fyrir en sagði að það
væri eiginlega ömurlegt að fá mig. Ég
varð frekar hissa en skildi viðkomandi
fullkomlega þegar hann sagði ástæðuna:
„Þú skilur eftir mikla þekkingu en við
eigum engin verkfæri hér til að nýta
hana“. Það voru nánast engin tæki í
skólanum og slakt net. Orð kennarans
vöktu mig til umhugsunar um mismunandi
aðbúnað nemenda til náms eftir áherslum
sveitarfélaga og stjórnenda skóla.
Breytt nám á stafrænni öld
Hefðbundið skólastarf hefur frá
árdögum innihaldið mikinn bóklestur,
vinnubókarvinnu og lærdóm staðreynda.
En tímarnir hafa breyst og kröfur
nútímans eru aðrar. Nemendur tileinka
sér lærdóm með öðrum hætti en fyrri
kynslóðir með auknu aðgengi að
upplýsingum gegnum tækni. Nám er
að breytast frá því að muna allt sem
lesið er, yfir í að vera flinkur í að afla
sér þeirrar þekkingar sem viðkomandi
þarf hverju sinni. Nútímatækni opnar á
endalausa möguleika í námi en innleiðing
hennar snýst þó fyrst og fremst um
kennslufræðina. Með tækninni hefur
nemandi aðgang að myndavél, rafbókum
Menntun sem kostar er sparnaður fyrir samfélagið
og hlaðvörpum, striga til að mála á
ásamt alls kyns heilaleikfimi. Nemandinn
hefur aðgang að bókaútgáfu, hljómsveit,
upptökustúdíói og kvikmyndaveri. Hann
getur ferðast út í heim eða geim og
hannað hvað eina sem honum dettur
í hug. Hann getur á aðgengilegan hátt
skapað á fjölbreytta vegu og hann hefur
aðgang að endalausri þekkingu sé forvitni
hans vakin, allt með einu tæki.
Nám einstaklinga með námserfiðleika
hefur breyst gríðarlega með tilkomu
tækjanna. Það að geta nýtt sér talgervil
til að hlusta á námsefni og að geta
skilað verkefnum munnlega með
raddupptökum í stað þess að skrifa
á blað, jafnar gríðarlega það bil sem
óneitanlega myndast milli einstaklinga
með námserfiðleika og þeirra sem ekki
kljást við slíkt. Þekking og ímyndunarafl
nemenda með námserfiðleika er
sannarlega ekki minna en annarra en þeir
geta komið hvoru tveggja margfalt betur
til skila með tækninni. Þegar þessar leiðir
og margar fleiri eru nýttar með tækjum
erum við farin að tala um raunverulega
einstaklingsmiðað nám. Tækin eru
ekki í stöðugri notkun heldur eru þau
eitt af mörgum verkfærum í náminu.
Sjálfstraust nemenda með námserfiðleika
eykst hratt með góðri notkun tækja og
um leið minnkar vanmáttur sem einhæf
notkun á blýanti og blaði getur valdið.
Þeir nemendur standa frekar jafnfætis
skólafélögunum sínum og jafnvel framar
á sumum sviðum, sem áður fengu ekki
að njóta sín.
Verkfæri sem stuðlar að jafnrétti
til náms
Tæki í skólastofurnar er því að mínu mati
öflugt verkfæri sem stuðlar að jafnrétti
til náms. Skólar landsins eru misbúnir af
tækjum eftir áherslum hvers sveitarfélags.
Það eru pólitískar ákvarðanir hjá hverju
sveitarfélagi fyrir sig hvernig skólamálum
er háttað og þær áherslur eru misjafnar.
Mörg sveitarfélög hafa ekki sett mikla
innspýtingu í fræðsluþjónustu frá